Dregið úr sértækum stuðningi og færri nýta sér úrræðin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. október 2021 17:53 Nokkur úrræði sem gripið var til vegna faraldursins eru enn virk. Foto: Vilhelm Gunnarsson Dregið hefur úr sértækum stuðningi ríkissjóðs við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru samhliða efnahagsbata að undanförnu. Nokkur úrræði sem gripið var til vegna faraldursins eru enn virk en færri sækja nú um þau að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Úrræðin sem nú eru liðin eru til að mynda hlutabótaleið, tekjufallsstyrkir, stuðningslán og lokunarstyrkir en viðspyrnustyrkir og frestun staðgreiðslu af launum eru enn virk. Útlit er fyrir talsvert minni þörf fyrir viðspyrnustyrki en það hefur dregið hratt úr greiðslum slíkra styrkja síðastliðnar vikur. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustufyrirtækja í heildargreiðslum viðspyrnustyrkja minnkað. Í nóvember 2020 fengu hátt í 1200 rekstraraðilar styrk fyrir ríflega 1,1 milljarð króna og hefur umfang styrkjanna minnkað töluvert síðan þá en í ágúst 2021 fengu til að mynda ríflega 100 rekstraraðilar styrk fyrir um 100 milljónir króna. Minni aðsókn er einnig í frestun skattgreiðslna en alls hafa rekstraraðilar frestað 3 milljörðum króna það sem af er árinu 2021 en í fyrra námu frestanir 21 milljarði króna. Í fyrstu var aðeins heimilt að fresta allt að þremur gjalddögum á staðgreiðslu launa á árinu 2020 en um síðustu áramót var veitt heimild til að fresta allt að tveim gjalddögum á árinu 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 16,9 milljarðar í styrki vegna faraldursins Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki. 20. maí 2021 09:54 Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. 11. maí 2021 16:31 Úrræði stjórnvalda mest nýtt af rekstraraðilum með færri en fimm starfsmenn Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. 27. apríl 2021 14:40 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
Nokkur úrræði sem gripið var til vegna faraldursins eru enn virk en færri sækja nú um þau að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Úrræðin sem nú eru liðin eru til að mynda hlutabótaleið, tekjufallsstyrkir, stuðningslán og lokunarstyrkir en viðspyrnustyrkir og frestun staðgreiðslu af launum eru enn virk. Útlit er fyrir talsvert minni þörf fyrir viðspyrnustyrki en það hefur dregið hratt úr greiðslum slíkra styrkja síðastliðnar vikur. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustufyrirtækja í heildargreiðslum viðspyrnustyrkja minnkað. Í nóvember 2020 fengu hátt í 1200 rekstraraðilar styrk fyrir ríflega 1,1 milljarð króna og hefur umfang styrkjanna minnkað töluvert síðan þá en í ágúst 2021 fengu til að mynda ríflega 100 rekstraraðilar styrk fyrir um 100 milljónir króna. Minni aðsókn er einnig í frestun skattgreiðslna en alls hafa rekstraraðilar frestað 3 milljörðum króna það sem af er árinu 2021 en í fyrra námu frestanir 21 milljarði króna. Í fyrstu var aðeins heimilt að fresta allt að þremur gjalddögum á staðgreiðslu launa á árinu 2020 en um síðustu áramót var veitt heimild til að fresta allt að tveim gjalddögum á árinu 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 16,9 milljarðar í styrki vegna faraldursins Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki. 20. maí 2021 09:54 Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. 11. maí 2021 16:31 Úrræði stjórnvalda mest nýtt af rekstraraðilum með færri en fimm starfsmenn Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. 27. apríl 2021 14:40 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
16,9 milljarðar í styrki vegna faraldursins Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki. 20. maí 2021 09:54
Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. 11. maí 2021 16:31
Úrræði stjórnvalda mest nýtt af rekstraraðilum með færri en fimm starfsmenn Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýta sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þrír af hverjum fjórum rekstraraðilum sem nýtt hafa úrræðin eru lítil fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn eða einyrkjar. 27. apríl 2021 14:40