Höfðu hendur í hári stórtæks síbrotamanns eftir árekstur og afstungu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 10:49 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að stórtækur þjófur með langan brotaferil að baki skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember næstkomandi. Samtals er 31 opið mál á borði lögreglu sem tengist manninum. Lögregla handsamaði manninn á stolnum bíl eftir árekstur og afstungu. Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudaginn og birtur á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn sé grunaður um margítrekuð auðgunarbrot. Var hann handtekinn á stolnum bíl eftir að hann stakk af eftir umferðaróhapp þann 10. október síðastliðinn. Sama dag hafði hann pantað mat á veitingastað í Reykjavík og gengið út án þess að greiða fyrir matinn. Í úrskurðinum eru fleiri meint brot manns rakin, sum hver sem hann hefur játað að hafa framið. Er hann meðal annnars grunaður um að hafa, á tímabilinu 26. október á síðasta ári til 10. október á þessu, stolið greiðsluposa, spjaldtölvum að virði hundruð þúsunda, nokkrum iPhone-símum og dýrum rafhlaupahjólum, svo dæmi séu nefnd. Plataði starfsmenn til að leyfa sér að prófa rafhlaupahjól Er hann til dæmis sakaður um að hafa þann 13. ágúst síðastliðinn farið í ótilgreinda verslun í Reykjavík, framvísað þar ökuskírteini annars manns og blekkt starfsmenn verslunarinnar til að leyfa sér prófa rafmagnshlaupahjól af gerðinni Power Zero 10-x að söluverðmæti 219.995 kr. Hjólinu skilaði hann ekki aftur. Við skýrslutöku hjá lögreglu 13. ágúst kannaðist kærði við atvikið og taldi líklegra en ekki að hann væri sekur um háttsemina, að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar. Framvísaði fölsuðu skjáskoti af millifærslu Þá hefur hann einnig játað sök í fjársvikamáli er hann fékk ótilgreindan einstakling til að afhenda sér hlaupahjól að verðmæti 45 þúsund krónur. Þóttust hann og samverkamaður hans hafa greitt fyrir með því að sýna falsað skjáskot af millifærslu fyrir viðskiptunum en greiðslan barst ekki inn á reikning tjónþola. Er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotum gangi hann laus, nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og lögreglu sem fyrst. Kemur einnig fram að maðurinn eigi að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir auðgunarbrot sem hafa ítrekunaráhrif til refsiþyngingar á þau brot sem nú eru til rannsóknar. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 4. nóvember og Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudaginn og birtur á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn sé grunaður um margítrekuð auðgunarbrot. Var hann handtekinn á stolnum bíl eftir að hann stakk af eftir umferðaróhapp þann 10. október síðastliðinn. Sama dag hafði hann pantað mat á veitingastað í Reykjavík og gengið út án þess að greiða fyrir matinn. Í úrskurðinum eru fleiri meint brot manns rakin, sum hver sem hann hefur játað að hafa framið. Er hann meðal annnars grunaður um að hafa, á tímabilinu 26. október á síðasta ári til 10. október á þessu, stolið greiðsluposa, spjaldtölvum að virði hundruð þúsunda, nokkrum iPhone-símum og dýrum rafhlaupahjólum, svo dæmi séu nefnd. Plataði starfsmenn til að leyfa sér að prófa rafhlaupahjól Er hann til dæmis sakaður um að hafa þann 13. ágúst síðastliðinn farið í ótilgreinda verslun í Reykjavík, framvísað þar ökuskírteini annars manns og blekkt starfsmenn verslunarinnar til að leyfa sér prófa rafmagnshlaupahjól af gerðinni Power Zero 10-x að söluverðmæti 219.995 kr. Hjólinu skilaði hann ekki aftur. Við skýrslutöku hjá lögreglu 13. ágúst kannaðist kærði við atvikið og taldi líklegra en ekki að hann væri sekur um háttsemina, að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar. Framvísaði fölsuðu skjáskoti af millifærslu Þá hefur hann einnig játað sök í fjársvikamáli er hann fékk ótilgreindan einstakling til að afhenda sér hlaupahjól að verðmæti 45 þúsund krónur. Þóttust hann og samverkamaður hans hafa greitt fyrir með því að sýna falsað skjáskot af millifærslu fyrir viðskiptunum en greiðslan barst ekki inn á reikning tjónþola. Er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotum gangi hann laus, nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og lögreglu sem fyrst. Kemur einnig fram að maðurinn eigi að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir auðgunarbrot sem hafa ítrekunaráhrif til refsiþyngingar á þau brot sem nú eru til rannsóknar. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 4. nóvember og Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira