Hrósaði söngfuglunum í stúkunni og sagði leikmenn sína þá heppnustu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 21:46 Solskjær var sáttur með sína menn en segir þá verða að hætta að gefa mörk. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var hátt uppi er hann mætti í viðtal eftir magnaðan endurkomu sigur Man United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. „Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
„Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu