Þegar tvö mörk höfðu verið tekin af Bæjurum í Portúgal var eflaust farið að fara um gestina frá Þýskalandi. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fann Leroy Sané netmöskvana með frábæru marki úr aukaspyrnu og kom gestunum frá Bæjaralandi yfir.
Bayern have scored in 25 successive Champions League matches - to extend their club record... @FCBayern have scored in 84 successive games in all competitions #UCL pic.twitter.com/bGcsVZAy0V
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 20, 2021
Everton varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark tíu mínútum síðar og tveimur mínútum síðar kom Robert Lewandoski gestunum í 3-0. Það var svo Sané sem bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Bayern á 84. mínútu.
Lokatölur á Drekavöllum í Portúgal 0-4. Í hinum leik riðilsins hafði Barcelona unnið 1-0 sigur fyrr í kvöld.
Staðan í riðlinum er þannig að Bayern er með fullt hús stiga og markatöluna 12-0 að loknum þremur umferðum. Benfica er með fjögur stig og Barcelona í þriðja sæti með þrjú stig.
Villareal vann öruggan 4-1 útisigur á Young Boys frá Sviss í F-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Spánverjarnir halda því í vonina um að komast upp úr riðlinum en Manchester United vann dramatískan 3-2 sigur á Atalanta í kvöld.
Þá gerðu Lille og Sevilla markalaust jafntefli í G-riðli.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.