Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2021 21:46 Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf. Eva Björk Ægisdóttir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið. Pósturinn Neytendur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið.
Pósturinn Neytendur Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira