RÚV greindi fyrst frá og kemur fram í frétt miðilsins að 1500 E-töflur og 300 grömm af kókaíni til viðbótar hafi fundist í aðgerðum lögreglunnar þegar fólkið var handtekið á höfuðborgarsvæðinu.
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir að fólkið hafi verið handtekið í aðgerðum lögreglu nokkrum dögum eftir að bíllinn var fluttur til landsins. Fyrst var farið fram á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og svo í framhaldinu fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna.
Margeir segir að rannsókn málsins miði vel og hún raunar á lokastigi. Hann segist á þessari stundu ekki geta tjáð sig um þjóðerni eða tegund bílsins sem efnin voru falin í.
Lögregla og tollgæsla hafa unnið í málinu í samvinnu og í framhaldinu hafi samstarfið teygt sig erlendis. Evrópulögreglan Europol kemur einnig að málinu.