Í þættinum Um land allt á Stöð 2 hittum við á Steingrím þar sem hann er nýbúinn að ljúka sínum síðasta þingfundi eftir 38 ára stjórnmálaferil. Hann stendur á tímamótum.
Steingrímur og eiginkona hans, Bergný Marvinsdóttir læknir, eiga fjögur börn en þau hjónin hafa látið það duga að láta hann einan um sviðsljós fjölmiðlanna. Hún hefur haldið sig til hlés.
Gunnarsstaðir standa við ósa Hafralónsár og þaðan er aðeins tíu mínútna akstur til Þórshafnar. Í þættinum segir Steingrímur frá því að heimili hans var einnig barnaskólinn. Náttúran í kring var leikvöllur æskuáranna.
Gunnarsstaðir eiga ekkert bæjarfjall en Steingrímur telur það þó ómaksins vert að fara með okkur upp á ásinn fyrir vestan bæinn, Gunnarsstaðaás, en þar er hringsjá. Og menntun hans sem jarðfræðings kemur upp þegar hann lýsir fjallahringnum og sveitinni.
Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum:
Steingrímur fékk raunar tækifæri til að bregða sér í hlutverk jarðfræðings þegar hann skoðaði gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í aprílmánuði: