Klopp: „Gæti ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2021 22:46 Jürgen Klopp og Diego Simeone takast í hendur fyrir leik. Eitthvað sem átti eftir að klikka að leik loknum. Nick Potts/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að leikruinn hafi verið erfiður, en að hans menn hafi spilað vel. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira