Íbúar í Fellunum lögðu verktaka í tugmilljóna deilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 19:32 Loftmynd af Breiðholti. Vísir/Vilhelm Verktakafyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Torfufelli 23-35 í Breiðholti 34 milljónir króna í nærri áratuga langri deilu um framkvæmdir á fjölbýlishúsinu. Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira