Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2021 11:48 Að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara hafa skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ/Vísir/Egill Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“ Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“
Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira