Dæmdur í 21 leiks bann fyrir að fela það að hann væri ekki bólusettur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 14:00 Evander Kane í leik með liðu San Jose Sharks. AP/Jeff Chiu Evander Kane spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að NHL-deildin dæmdi hann í mjög langt leikbann vegna sóttvarnarbrota. Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið. Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið.
Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira