Anníe og Katrín keppa við hvor aðra á hverjum degi: Þetta er geðveikt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 08:30 Það geislaði af þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur í viðtalinu. S2 Sport Þetta eru sérstakir dagar hjá íslensku CrossFit konunum Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur. Í fyrsta sinn fá þær tækifæri til að undirbúa sig saman fyrir stórt mót. Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira