Anníe og Katrín keppa við hvor aðra á hverjum degi: Þetta er geðveikt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 08:30 Það geislaði af þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur í viðtalinu. S2 Sport Þetta eru sérstakir dagar hjá íslensku CrossFit konunum Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur. Í fyrsta sinn fá þær tækifæri til að undirbúa sig saman fyrir stórt mót. Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira