„Þetta skapaði svarthol innra með mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2021 09:01 Ljósmyndarinn og Trendnet bloggarinn Helgi Ómarsson sagði frá sinni reynslu í þættinum Sagan þín er ekki búin. Stöð 2 „Ég flyt til Köben 2012, þar sem ég hitti ástina í lífi mínu, að ég vildi meina,“ segir ljósmyndarinn og Seyðfirðingurinn Helgi Ómarsson. Hann ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. Helgi hefur verið í mikilli sjálfsvinnu síðustu ár, en hann hætti nýlega í átta ára ofbeldissambandi. „Ég þekkti svo sannarlega depurð þegar ég var yngri, eins og hver annar unglingur.“ Hann segir að þetta samband hafi þó breytt lífi sínu. Hann komst út úr sambandinu á síðasta ári. „Þetta samband byggðist mjög mikið á andlegu ofbeldi, sem ég sá ekki. Ég vissi að ég væri að fara að bjarga honum, ég vissi að ég væri að taka að mér ákveðið verkefni. Ég taldi mig svo sannarlega nógu sterkan til að gera það.“ Blindur á ástandið Helgi segir að hann hafi verið búinn að leita sér að alls konar svörum. „Ég lofaði mér því, sem þessi andlegi krúttlegi Íslendingur, að ég myndi bara kenna honum. „Ég skal elska þig í gegnum allt saman, ég skal elska þig þangað til þú getur verið þú sjálfur með mér og þarft ekki að spila þennan leik.“ Þetta var bara rosalega skrítið af því að þegar maður er kominn inn í svona aðstæður, að vera í ofbeldissambandi og sjá það ekki,“ útskýrir Helgi. „Maður verður blindur.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sagan þín er ekki búin - Helgi Ómarsson Myrkrið var algjört Eftir að Helgi hætti í sambandinu flutti hann aftur heim til Íslands. Leitaði hann þá meðal annars til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Ég er þakklátur fyrir að vera hérna í dag því mér finnst þessi samtök vera svo mikilvæg. Eitt af því síðasta sem ég sagði við fyrrverandi var, „Ég var sólin áður en ég hitti þig og allt í einu varð ég að engu.“ Þetta er rosalega skýrandi fyrir það hvernig mér leið í desember og janúar þegar ég fæ þetta endanlega taugaáfall, hvað var í gangi? Hvað er þetta?“ Helgi segir að þetta sé eiginlega sturlað, hann hafi aldrei grunað að hann gæti endað á þessum stað að íhuga að taka eigið líf. „Myrkrið var algjört og vonleysið var algjört.“ Ógnandi að hugsa þetta Hann hugsaði með sér að hann var óhamingjusamur, ónýtur og brotinn í sambandinu en ennþá eyðilagðari án hans. „Þetta skapaði svarthol innra með mér,“ útskýrir Helgi. „Allt í einu meikaði sjálfsvíg „sens“ fyrir mér. Það var það hrikalegasta og hræðilegasta, mest ógnandi hlutur, sem ég hef upplifað. Nú skil ég líka betur hvað þetta er og hvert maður fer.“ Helgi segir að hann hafi samt átt erfitt með að leita sér hjálpar, því honum fannst hann vera að taka pláss eða tíma frá einhverjum öðrum. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vita að við eigum rétt sem einstaklingar á að leita okkur hjálpar, undir öllum kringumstæðum.“ Barátta upp á dag Hann segir mikilvægt að leita sér aðstoðar, áður en það er of seint. „Ef einhver þarna úti er í andlegu ofbeldissambandi, eða hefur verið, þetta er rosaleg barátta upp á dag. Að líða eins og maður sé ekkert, tómur, að það er búið að taka af þér allt. Að ást skuli vera ofbeldi og manneskjan sem á að elska þig, eyðileggur þig. Þetta er rosalega alvarlegt og ég bið alla um að hafa hugrekkið til að leita sér hjálpar hvort sem það er í sjálfsvígshugsunum eða bara búinn á því.“ Sjálfur fór hann á þann stað að liggja uppi í rúmi og hugsa um það hvernig hann gæti tekið eigið líf. „Það er sá staður sem er svo hræðilegur, ég get ekki lýst því.“ Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í spilaranum hér fyrir neðan. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Múlaþing Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52 Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Hann ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. Helgi hefur verið í mikilli sjálfsvinnu síðustu ár, en hann hætti nýlega í átta ára ofbeldissambandi. „Ég þekkti svo sannarlega depurð þegar ég var yngri, eins og hver annar unglingur.“ Hann segir að þetta samband hafi þó breytt lífi sínu. Hann komst út úr sambandinu á síðasta ári. „Þetta samband byggðist mjög mikið á andlegu ofbeldi, sem ég sá ekki. Ég vissi að ég væri að fara að bjarga honum, ég vissi að ég væri að taka að mér ákveðið verkefni. Ég taldi mig svo sannarlega nógu sterkan til að gera það.“ Blindur á ástandið Helgi segir að hann hafi verið búinn að leita sér að alls konar svörum. „Ég lofaði mér því, sem þessi andlegi krúttlegi Íslendingur, að ég myndi bara kenna honum. „Ég skal elska þig í gegnum allt saman, ég skal elska þig þangað til þú getur verið þú sjálfur með mér og þarft ekki að spila þennan leik.“ Þetta var bara rosalega skrítið af því að þegar maður er kominn inn í svona aðstæður, að vera í ofbeldissambandi og sjá það ekki,“ útskýrir Helgi. „Maður verður blindur.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sagan þín er ekki búin - Helgi Ómarsson Myrkrið var algjört Eftir að Helgi hætti í sambandinu flutti hann aftur heim til Íslands. Leitaði hann þá meðal annars til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Ég er þakklátur fyrir að vera hérna í dag því mér finnst þessi samtök vera svo mikilvæg. Eitt af því síðasta sem ég sagði við fyrrverandi var, „Ég var sólin áður en ég hitti þig og allt í einu varð ég að engu.“ Þetta er rosalega skýrandi fyrir það hvernig mér leið í desember og janúar þegar ég fæ þetta endanlega taugaáfall, hvað var í gangi? Hvað er þetta?“ Helgi segir að þetta sé eiginlega sturlað, hann hafi aldrei grunað að hann gæti endað á þessum stað að íhuga að taka eigið líf. „Myrkrið var algjört og vonleysið var algjört.“ Ógnandi að hugsa þetta Hann hugsaði með sér að hann var óhamingjusamur, ónýtur og brotinn í sambandinu en ennþá eyðilagðari án hans. „Þetta skapaði svarthol innra með mér,“ útskýrir Helgi. „Allt í einu meikaði sjálfsvíg „sens“ fyrir mér. Það var það hrikalegasta og hræðilegasta, mest ógnandi hlutur, sem ég hef upplifað. Nú skil ég líka betur hvað þetta er og hvert maður fer.“ Helgi segir að hann hafi samt átt erfitt með að leita sér hjálpar, því honum fannst hann vera að taka pláss eða tíma frá einhverjum öðrum. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vita að við eigum rétt sem einstaklingar á að leita okkur hjálpar, undir öllum kringumstæðum.“ Barátta upp á dag Hann segir mikilvægt að leita sér aðstoðar, áður en það er of seint. „Ef einhver þarna úti er í andlegu ofbeldissambandi, eða hefur verið, þetta er rosaleg barátta upp á dag. Að líða eins og maður sé ekkert, tómur, að það er búið að taka af þér allt. Að ást skuli vera ofbeldi og manneskjan sem á að elska þig, eyðileggur þig. Þetta er rosalega alvarlegt og ég bið alla um að hafa hugrekkið til að leita sér hjálpar hvort sem það er í sjálfsvígshugsunum eða bara búinn á því.“ Sjálfur fór hann á þann stað að liggja uppi í rúmi og hugsa um það hvernig hann gæti tekið eigið líf. „Það er sá staður sem er svo hræðilegur, ég get ekki lýst því.“ Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í spilaranum hér fyrir neðan. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Múlaþing Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52 Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00
Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00