Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2021 13:11 Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Stöð 2 Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. Frá því í sumar hefur víða borið á vöruskorti í verslunum hér á landi. Hjá IKEA eru það fyrst og fremst vandræði með sjóflutningsleiðir sem skýra tómar hillur á lagernum. „Helstu vandræðin eru frá Asíu, Kyrrahafssvæðinu og yfir til Evrópu og Bandaríkjanna. það er leiðin til að bregðast við þessu, það er leiðin til að rbegðast við þessu, það er reynt að fá vörur frá Evrópu eða nær,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Vörur berist yfirleitt á endanum - en komið hefur fyrir að þurft hafi að skammta þær viðskiptavinum. „Einhverjar vörur eru mjög vinsælar og svo þegar framboðið eykst þarf að passa að allir fái eitthvað.“ Guðný segir að ástandið verði viðvarandi eitthvað áfram en vonandi muni horfa til betri vegar á næsta ári. Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Hjá bílasölum er það framleiðsluvandi og íhlutaskortur sem sett hefur strik í reikninginn. Vandinn hefur ágerst síðustu mánuði, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Biðtími eftir nýjum bílum hafi lengst verulega. „Kúnninn oft sættir sig við kannski sextíu daga en þetta getur verið að teygjast upp í 90, 100 daga.“ Þá ríki oft algjör óvissa um hvenær þeir berist. „Við erum að lenda í málum eins og til dæmis með Volvo, sem er okkar sterkasta vörumerki, við höfum varla fengið bíl í ágúst og september en svo í gær fengum við tölvupóst: þið eruð að fá þrjú hundruð og fjörutíu bíla á næstu þremur mánuðum.“ Ástandið byrju líklega að skána næsta vor. „Verður sennilega leyst næsta haust en það er eins og með mörg vandamál, þau verða alveg rosalega erfið áður en þau fara að batna,“ segir Egill. Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið má sjá hér fyrir neðan. IKEA Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Frá því í sumar hefur víða borið á vöruskorti í verslunum hér á landi. Hjá IKEA eru það fyrst og fremst vandræði með sjóflutningsleiðir sem skýra tómar hillur á lagernum. „Helstu vandræðin eru frá Asíu, Kyrrahafssvæðinu og yfir til Evrópu og Bandaríkjanna. það er leiðin til að bregðast við þessu, það er leiðin til að rbegðast við þessu, það er reynt að fá vörur frá Evrópu eða nær,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Vörur berist yfirleitt á endanum - en komið hefur fyrir að þurft hafi að skammta þær viðskiptavinum. „Einhverjar vörur eru mjög vinsælar og svo þegar framboðið eykst þarf að passa að allir fái eitthvað.“ Guðný segir að ástandið verði viðvarandi eitthvað áfram en vonandi muni horfa til betri vegar á næsta ári. Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Hjá bílasölum er það framleiðsluvandi og íhlutaskortur sem sett hefur strik í reikninginn. Vandinn hefur ágerst síðustu mánuði, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Biðtími eftir nýjum bílum hafi lengst verulega. „Kúnninn oft sættir sig við kannski sextíu daga en þetta getur verið að teygjast upp í 90, 100 daga.“ Þá ríki oft algjör óvissa um hvenær þeir berist. „Við erum að lenda í málum eins og til dæmis með Volvo, sem er okkar sterkasta vörumerki, við höfum varla fengið bíl í ágúst og september en svo í gær fengum við tölvupóst: þið eruð að fá þrjú hundruð og fjörutíu bíla á næstu þremur mánuðum.“ Ástandið byrju líklega að skána næsta vor. „Verður sennilega leyst næsta haust en það er eins og með mörg vandamál, þau verða alveg rosalega erfið áður en þau fara að batna,“ segir Egill. Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið má sjá hér fyrir neðan.
IKEA Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira