Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 00:11 Mikil álag var á netþjónum Tix miðasölu síðasta miðvikudag. Samsett Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma. Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna. Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna.
Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira