Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 00:11 Mikil álag var á netþjónum Tix miðasölu síðasta miðvikudag. Samsett Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma. Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna. Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Miðasala á Áramótaskop grínistans Ara Eldjárn var í fullum gangi þegar árásin átti sér stað og þurftu starfsmenn Tix að grípa til þess ráðs að gera hlé á sölunni meðan reynt var að bregðast við. Árásinni lauk svo eftir að Tix lokaði fyrir alla erlenda netumferð sem gerði það einnig að verkum að viðskiptavinir sem voru staddir erlendis gátu á tímabili ekki komist inn á síðuna. Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is, segir að með þessum aðgerðum hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að síðan myndi hrynja vegna álags en markmiðið með dreifðum álagsárásum er gjarnan að valda einhvers konar rofi á þjónustu. Engin hótun fylgdi „Við náðum allavega að ráða vel við þetta en auðvitað var þetta alveg þokkalega stór árás svo þetta hafði áhrif,“ segir Hrefna. Þetta er í fyrsta sinn sem Tix lendir í slíkri netárás. Fyrirtækið hefur í kjölfarið fengið ráðgjöf hjá netöryggissérfræðingum og stendur til að efla varnir félagsins. Einnig á að tilkynna málið til netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að ekkert hótunarbréf eða greiðslukrafa fylgdi netárásinni en oft og tíðum er markmið þeirra sem standa að baki þeim að kreista peninga út úr skotmörkum sínum. „Það er skrýtið að það hafi ekki komið neitt með svo við höfum ekki hugmynd um hver gerði þetta eða af hverju. Það er voða erfitt að gera eitthvað í þessu og rekja upprunann þannig að við fórum bara strax í að skoða okkar öryggismál og verja netþjónanna enn frekar,“ segir Hrefna.
Netöryggi Uppistand Tölvuárásir Netglæpir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira