Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 14:40 Teikning listamanns af því hvernig fjarreikistjarnan MOA-2010-BLG-477Lb gæti litið út á braut um hvíta dvergstjörnu. W. M. Keck Observatory/Adam Makarenko Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. Reikistjarnan er gasrisi sem svipar til Júpíters en um 40% massameiri. Hún er á braut um svonefndan hvítan dverg í um 6.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni, nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Braut reikistjörnunnar, sem nefnist MOA-2010-BLG-477Lb, svipar einnig til Júpíters en fjarlægðin á milli hennar og dvergstjörnunnar er um þreföld fjarlægðin á milli jarðarinnar og sólarinnar. Hvítir dvergar eru leifar sólstjarna líkra sólinni okkar sem eru ekki nógu massamiklar til þess að enda lífdaga sína sem nifteindastjörnur eða svarthol. Þegar vetniseldsneytið í kjarna þeirra þrýtur þenjast ytri lög þeirra út og þær verða að rauðum risum. Búist er við því að bergreikistjörnurnar, þar á meðal jörðin, tortýmist þegar sólin breytist í rauðan risa eftir um það bil fimm milljarða ára. Fundurinn bendir til þess að reikistjörnur sem eru nógu utarlega í sólkerfi sínu geti lifað slíkar hamfarir af. Joshua Blackman, nýdoktor við Tasmaníuháskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina, segir við New York Times að fáar heilar reikistjörnur hafa fundist í sólkerfum hvítra dverga en nóg af leifum bergreikistjarna. „Örlög sólkerfisins okkar verða líklega svipuð MOA-2010-BLG-477Lb. Sólin verður að hvítum dverg, innri reikistjörnunarnar verða gleyptar og reikistjörnurnar sem eru á víðari sporbraut eins og Júpíter og Satúrnus lifa af,“ segir Blackman. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature á miðvikudag. Fannst með þyngdarlinsuaðferð Það er hægara sagt en gert að finna hvíta dverga. Þeir eru gjarnan á stærð við jörðina þrátt fyrir að þeir hafi um það bil helminginn af massa sólarinnar. Samruni í kjarna þessara stjarna er hættur og því eru þær ákaflega daufar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda örþyngdarlinsuaðferð til þess að finna hvíta dverginn. Þegar stjarna gengur á milli jarðarinnar og fjarlægari stjörnu magnar stjarnan sem er nær okkur ljósið frá þeirri fjarlægari og gerir hana greinilegri. Reikistjarnan fannst fyrir tilstilli örlinsuáhrifanna sem hún hafði. Það tók vísindamenn fleiri ár að finna stjörnuna áður en þeir komust að þeirri niðurstöðu að móðurstjarnan væri hvítur dvergur sem væri of daufur til að greina með beinum hætti. Uppgötvunin vekur upp spurningar hvort að líf geti mögulega lifað af hamfarir þegar meginraðarstjörnur eins og sólin okkar gefa upp öndina. Tilgátur hafa verið um að líf gæti jafnvel kviknað aftur á nýjum stöðum í sólkerfi eftir að stjarna verður að hvítum dverg. Gæti líf komist af? Deyjandi stjörnur spýja aftur á móti skaðlegum geislum þegar þær verða að rauðum risum. Reikistjörnur þyrftu að vera utarlega í sólkerfinu til að lifa hamfarnirnar af. Þar væru þær aftur á móti of fjarri daufum og köldum hvítum dverg til þess að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Til þess þyrftu þær að vera mun nær móðurstjörnunni. Ekki er útilokað að reikistjarna geti gert hvoru tveggja. Önnur reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í fyrra er mun nær sinni stjörnu en MOA-2010-BLG-477Lb. Hún virðist hafa verið utar í sólkerfinu upphaflega en síðan færst nær stjörnunni. Andrew Vanderburg, aðstoðarprófessor við MIT-háskóla sem leiddi hópinn sem fann þá reikistjörnu, segist aftur á móti telja að mun algengara sé að reikistjörnur sem lifa af dauða móðurstjarna sinna séu utarlega í sólkerfi sínu og verði þar áfram eins og MOA-2010-BLG-477Lb. „Mín tilfinning er að það sé líklegasta niðurstaðan, að minnsta kosti á núverandi tímapunkti í sögu alheimsins,“ segir hann við NYT. Ístunglið Evrópa er talið hafa að geyma neðanjarðarhaf. Flóðkraftar Júpíters vermi kjarna hennar og haldi vatninu á fljótandi formi.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Meiri lífslíkur á Evrópu en jörðinni Vanderburg vill þó ekki útiloka möguleikann á að líf gæti komist af, sérstaklega ef það kviknaði í neðanjarðarhafi eins og undir skorpu Evrópu, ístungls Júpíters. Þar er talið að flóðkraftar Júpíters hiti innviði tunglsins nægilega til að vatn sé á fljótandi formi. Á slíkum hnetti gæti líf þraukað fjær hvítum dvergi en ella. „Ef mannkynið verður einhvern veginn ennþá til staðar eftir um fimm milljarða ára hefðum við líklega betri möguleika á að lifa af þegar sólin verður að rauðum risa á tungli Júpíters en jörðinni,“ segir Blackman sem fann nýju reikistjörnuna. Hópurinn sem hann stýrir ætlar nú að snúa sér að tölfræðigreiningu til að koma fingri á utan um hversu marga hvíta dverga reikistjörnur gætu lifað af, að því er segir í tilkynningu á vef Keck-sjónaukans sem var notaður við rannsóknina. Blackman telur að fleiri fjarreikistjörnur eigi eftir að finnast með örþyngdarlinsuaðferðinni. Vísindi Geimurinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Reikistjarnan er gasrisi sem svipar til Júpíters en um 40% massameiri. Hún er á braut um svonefndan hvítan dverg í um 6.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni, nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Braut reikistjörnunnar, sem nefnist MOA-2010-BLG-477Lb, svipar einnig til Júpíters en fjarlægðin á milli hennar og dvergstjörnunnar er um þreföld fjarlægðin á milli jarðarinnar og sólarinnar. Hvítir dvergar eru leifar sólstjarna líkra sólinni okkar sem eru ekki nógu massamiklar til þess að enda lífdaga sína sem nifteindastjörnur eða svarthol. Þegar vetniseldsneytið í kjarna þeirra þrýtur þenjast ytri lög þeirra út og þær verða að rauðum risum. Búist er við því að bergreikistjörnurnar, þar á meðal jörðin, tortýmist þegar sólin breytist í rauðan risa eftir um það bil fimm milljarða ára. Fundurinn bendir til þess að reikistjörnur sem eru nógu utarlega í sólkerfi sínu geti lifað slíkar hamfarir af. Joshua Blackman, nýdoktor við Tasmaníuháskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina, segir við New York Times að fáar heilar reikistjörnur hafa fundist í sólkerfum hvítra dverga en nóg af leifum bergreikistjarna. „Örlög sólkerfisins okkar verða líklega svipuð MOA-2010-BLG-477Lb. Sólin verður að hvítum dverg, innri reikistjörnunarnar verða gleyptar og reikistjörnurnar sem eru á víðari sporbraut eins og Júpíter og Satúrnus lifa af,“ segir Blackman. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature á miðvikudag. Fannst með þyngdarlinsuaðferð Það er hægara sagt en gert að finna hvíta dverga. Þeir eru gjarnan á stærð við jörðina þrátt fyrir að þeir hafi um það bil helminginn af massa sólarinnar. Samruni í kjarna þessara stjarna er hættur og því eru þær ákaflega daufar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda örþyngdarlinsuaðferð til þess að finna hvíta dverginn. Þegar stjarna gengur á milli jarðarinnar og fjarlægari stjörnu magnar stjarnan sem er nær okkur ljósið frá þeirri fjarlægari og gerir hana greinilegri. Reikistjarnan fannst fyrir tilstilli örlinsuáhrifanna sem hún hafði. Það tók vísindamenn fleiri ár að finna stjörnuna áður en þeir komust að þeirri niðurstöðu að móðurstjarnan væri hvítur dvergur sem væri of daufur til að greina með beinum hætti. Uppgötvunin vekur upp spurningar hvort að líf geti mögulega lifað af hamfarir þegar meginraðarstjörnur eins og sólin okkar gefa upp öndina. Tilgátur hafa verið um að líf gæti jafnvel kviknað aftur á nýjum stöðum í sólkerfi eftir að stjarna verður að hvítum dverg. Gæti líf komist af? Deyjandi stjörnur spýja aftur á móti skaðlegum geislum þegar þær verða að rauðum risum. Reikistjörnur þyrftu að vera utarlega í sólkerfinu til að lifa hamfarnirnar af. Þar væru þær aftur á móti of fjarri daufum og köldum hvítum dverg til þess að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Til þess þyrftu þær að vera mun nær móðurstjörnunni. Ekki er útilokað að reikistjarna geti gert hvoru tveggja. Önnur reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í fyrra er mun nær sinni stjörnu en MOA-2010-BLG-477Lb. Hún virðist hafa verið utar í sólkerfinu upphaflega en síðan færst nær stjörnunni. Andrew Vanderburg, aðstoðarprófessor við MIT-háskóla sem leiddi hópinn sem fann þá reikistjörnu, segist aftur á móti telja að mun algengara sé að reikistjörnur sem lifa af dauða móðurstjarna sinna séu utarlega í sólkerfi sínu og verði þar áfram eins og MOA-2010-BLG-477Lb. „Mín tilfinning er að það sé líklegasta niðurstaðan, að minnsta kosti á núverandi tímapunkti í sögu alheimsins,“ segir hann við NYT. Ístunglið Evrópa er talið hafa að geyma neðanjarðarhaf. Flóðkraftar Júpíters vermi kjarna hennar og haldi vatninu á fljótandi formi.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Meiri lífslíkur á Evrópu en jörðinni Vanderburg vill þó ekki útiloka möguleikann á að líf gæti komist af, sérstaklega ef það kviknaði í neðanjarðarhafi eins og undir skorpu Evrópu, ístungls Júpíters. Þar er talið að flóðkraftar Júpíters hiti innviði tunglsins nægilega til að vatn sé á fljótandi formi. Á slíkum hnetti gæti líf þraukað fjær hvítum dvergi en ella. „Ef mannkynið verður einhvern veginn ennþá til staðar eftir um fimm milljarða ára hefðum við líklega betri möguleika á að lifa af þegar sólin verður að rauðum risa á tungli Júpíters en jörðinni,“ segir Blackman sem fann nýju reikistjörnuna. Hópurinn sem hann stýrir ætlar nú að snúa sér að tölfræðigreiningu til að koma fingri á utan um hversu marga hvíta dverga reikistjörnur gætu lifað af, að því er segir í tilkynningu á vef Keck-sjónaukans sem var notaður við rannsóknina. Blackman telur að fleiri fjarreikistjörnur eigi eftir að finnast með örþyngdarlinsuaðferðinni.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira