Birnir gekk í raðir HK frá Val á miðju tímabili 2019. Hann lék 47 deildarleiki fyrir HK og skoraði í þeim tólf mörk. Sex þeirra komu á síðasta tímabili.
Auk Birnis hafa Víkingar fengið Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki og Kyle McLagan frá Fram.
Víkingur varð Íslandsmeistari í síðasta mánuði og getur bætt bikarmeistaratitli í safnið á morgun. Þá mætast Víkingur og ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Birnir, sem er 24 ára, er uppalinn hjá Fjölni og lék með liðinu til 2018 þegar hann fór til Vals. Hann hefur leikið 121 leik í efstu deild og skorað í þeim 25 mörk.