„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2021 20:20 Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu í dag. Vísir/Egill Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“ Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“
Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46
Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00