„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2021 20:20 Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu í dag. Vísir/Egill Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“ Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Hringborðið var sett í dag og er það fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni Norðurslóða síðan heimsfaraldurinn hófst. Yfir 100 málstofur með fleiri en 400 ræðumönnum eru á dagskrá þingsins. Leiðtogar þjóða, fyrirtækja, umhverfissamtaka, vísindastofnana o.fl. munu flytja ræður í Hörpunni. Sturgeon vakti lukku með athyglisverðri staðreynd Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands var á meðal þeirra sem héldu erindi í dag og vakti það nokkra lukku þegar hún sagði að styttra væri frá N-Skotlandi til Norðurheimskautsins en til London. Þá hlaut yfirlýsing Naaja Nathanielsen, ráðherra í ríkisstjórn Grænlands, mikið lófaklapp þegar hún tilkynnti að Grænlendingar hyggðust ekki nýta olíu- og gasauðlindir sem þar kunna að finnast. Dorrit Moussaieff var að sjálfsögðu mætt. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sat við hlið hennar í Hörpu í dag.Vísir/Egill „Það hafa margar yfirlýsingar komið fram hér í dag sem sæta miklum tíðindum. Hvort sem það er þessi stefnumótun Skotlands sem að er líka mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga og þáttaskilin sem eru að verða í Grænlandi eru slík að það verður meginverkefni okkar Íslendinga á næstu árum að taka þátt í því með Grænlendingum, færa okkur saman yfir í þessa nýju veröld,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðins í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann. Sagði Ólafur Ragnar að Ísland væri að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin kemur saman til að ræða norðurslóðir. Þetta sæist til dæmis í góðri mætingu af hálfu embættismanna Bandaríkjastjórnar. „Svo fannst mér líka skipta máli þessar ræður og svör fulltrúa Bandaríkjanna sem að hér voru. Það sýndi okkur að það hafa orðið ákveðin þáttaskil í Washington með nýrri ríkisstjórn. Hér voru allir helstu fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar ásamt öflugum öldungardeildarþingmönnum. Þannig að dagurinn í dag að heimsmyndin er að breytast og Ísland er að festa sig í sessi sem sá samkomustaður þar sem veröldin vill koma saman og ræða norðurslóðir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma“ Ræðu Sturgeon var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem hún var síðasta stefnumótandi ræðan sem forsætisráðherra Skotlands flutti í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Þing Hringborðs Norðurslóða er af mörgum þátttakendum nýtt sem undirbúningur undir COP26 fundinn í Glasgow. Heimir Már spurði Ólaf Ragnar hver skilaboðin yrðu frá Hringborðinu inn á hið mikilvæga þing. Ólafur Ragnar var afar ánægður með bandarísku sendinefndina, sem sést hér upp á sviði með forsetanum fyrrverandi.Vísir/Egill „Skilaboðin hér eru að við höfum ekki meiri tíma. Ísinn er að bráðna, jöklarnir eru að bráðna. Veðurfarið á jörðinni eru að breytast. Þeir sem ekki átta sig á því að norðurslóðir eru vitnisburður um það hvað er í húfi, þeim er eiginlega ekki viðbjargandi. Þannig að skilaboðin héðan til Glasgow eru: Nú er síðasti séns, kæru vinir til þess að sýna alvarlegar aðgerðir.“
Norðurslóðir Loftslagsmál Umhverfismál Ólafur Ragnar Grímsson COP26 Tengdar fréttir Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46 Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Þétt dagskrá á Þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu Þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle hófst í Hörpu í morgun klukkan tíu með fjölþættum málstofum um ýmis efni. Setningarfundur þingsins verður svo klukkan 13. 14. október 2021 11:46
Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. 6. október 2021 08:00