Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 19:08 Norska lögreglan tilkynnti nú síðdegis að útlit sé fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. EPA Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“ Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira