Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 08:00 „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum,“ segir Guðmundir Ingi Þóroddson. Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. „Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími undanfarin ár.“ Guðmundur segir staðina hafa verið 620 fermetra að stærð og svo mikil stærð hafi kallað á marga starfsmenn. Það hafi gert reksturinn mjög erfiðan samhliða sóttvarnaraðgerðum. „Þegar það mega bara vera tíu til tuttugu manns þarna inni, þá er þetta ofboðslega erfitt.“ Heyrt af mörgum í erfiðleikum Hann sagðist hafa heyrt af mörgum í þessum geira sem hefðu ekki náð sér á strik vegna Covid-19. Ástandið sé búið að vera hrikalega erfitt og eigi örugglega eftir að vera erfitt áfram. Auk Covid-19 hafi aðföng við veitingarekstur hækkað mjög í verði auk launa. Það séu í raun nokkrar ástæður fyrir því að hann hafi tekið þá ákvörðun að loka en Covid-19 sé sú stærsta. „Ég er stoltur af þeim sem eru að þrauka í þessum bransa.“ Guðmundur segist hafa verið að vonast til þess að hlutirnir myndu lagast en það hefði ekki gerst nægilega vel. Þau hafi aldrei náð kvöldaðsókninni aftur upp samhliða niðurfellingu sóttvarnar- og samkomureglna. „Það var alltaf nóg að gera í hádeginu og það lét þetta fljóta áfram. Kvöldtraffíkin kom þó aldrei aftur,“ segir Guðmundur. Í annarri vinnu og námi Hann segir þetta mjög leiðinlegt en að sama tíma sé þetta ákveðinn léttir. Áhuginn fyrir veitingarekstri hafi farið þverandi. „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum.“ Guðmundur er formaður Afstöðu félags fanga. Hann hafði rekið staðina í tæp fjögur ár en hann byrjaði að undiribúa reksturinn þegar hann var í afplánun á Sogni. „Þetta var aðallega spurning hvort maður ætti að bíða og vona eftir að ástandið yrði betra, og safna skuldum á meðan, eða bara hætta. Ég var ekki að sjá að þetta væri að fara að lagast.“ Sér ekki fyrir sér að byrja aftur Guðmundur segist enn eiga nöfn staðanna, Rakang Thai og Blásteinn, en hann sé ekkert búinn að ákveða um framhaldið. Hann segist hafa verið með frábært starfsfólk í vinnu frá upphafi og mögulega hægt að opna staðinn aftur í mun smærri mynd en áður. Hins vegar sjái hann það ekki fyrir sér að svo stöddu. „Maður á aldrei að segja aldrei en persónulega finnst mér ólíklegt að ég sé að fara aftur í veitingabransann. Það var erfitt að taka þessa ákvörðun en þegar það var búið var það léttir.“ Guðmundir Ingi segir starfsfólk sitt hafa verið frábært. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
„Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími undanfarin ár.“ Guðmundur segir staðina hafa verið 620 fermetra að stærð og svo mikil stærð hafi kallað á marga starfsmenn. Það hafi gert reksturinn mjög erfiðan samhliða sóttvarnaraðgerðum. „Þegar það mega bara vera tíu til tuttugu manns þarna inni, þá er þetta ofboðslega erfitt.“ Heyrt af mörgum í erfiðleikum Hann sagðist hafa heyrt af mörgum í þessum geira sem hefðu ekki náð sér á strik vegna Covid-19. Ástandið sé búið að vera hrikalega erfitt og eigi örugglega eftir að vera erfitt áfram. Auk Covid-19 hafi aðföng við veitingarekstur hækkað mjög í verði auk launa. Það séu í raun nokkrar ástæður fyrir því að hann hafi tekið þá ákvörðun að loka en Covid-19 sé sú stærsta. „Ég er stoltur af þeim sem eru að þrauka í þessum bransa.“ Guðmundur segist hafa verið að vonast til þess að hlutirnir myndu lagast en það hefði ekki gerst nægilega vel. Þau hafi aldrei náð kvöldaðsókninni aftur upp samhliða niðurfellingu sóttvarnar- og samkomureglna. „Það var alltaf nóg að gera í hádeginu og það lét þetta fljóta áfram. Kvöldtraffíkin kom þó aldrei aftur,“ segir Guðmundur. Í annarri vinnu og námi Hann segir þetta mjög leiðinlegt en að sama tíma sé þetta ákveðinn léttir. Áhuginn fyrir veitingarekstri hafi farið þverandi. „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum.“ Guðmundur er formaður Afstöðu félags fanga. Hann hafði rekið staðina í tæp fjögur ár en hann byrjaði að undiribúa reksturinn þegar hann var í afplánun á Sogni. „Þetta var aðallega spurning hvort maður ætti að bíða og vona eftir að ástandið yrði betra, og safna skuldum á meðan, eða bara hætta. Ég var ekki að sjá að þetta væri að fara að lagast.“ Sér ekki fyrir sér að byrja aftur Guðmundur segist enn eiga nöfn staðanna, Rakang Thai og Blásteinn, en hann sé ekkert búinn að ákveða um framhaldið. Hann segist hafa verið með frábært starfsfólk í vinnu frá upphafi og mögulega hægt að opna staðinn aftur í mun smærri mynd en áður. Hins vegar sjái hann það ekki fyrir sér að svo stöddu. „Maður á aldrei að segja aldrei en persónulega finnst mér ólíklegt að ég sé að fara aftur í veitingabransann. Það var erfitt að taka þessa ákvörðun en þegar það var búið var það léttir.“ Guðmundir Ingi segir starfsfólk sitt hafa verið frábært.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00