Bråthen er 37 ára gamall og er frá Danmörku. Hann er sagður hafa snúist til íslamstrúar og öfgahyggju og hefur hlotið nokkra dóma á undanförnum árum. Hann var síðast dæmdur í fyrra fyrir að hóta ættingja sínum lífláti.
NRK hefur eftir heimildarmanni sem þekkir Bråthen að trú hans komi árásinni ekkert við. Hann sé utangarðsmaður sem eigi við geðræn vandamál að stríða.
Fyrr í dag sagði NRK frá því að árið 2017 hefði æskuvinur Bråthen varað lögregluna við því að hann væri hættulegur. Svo virðist þó sem ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða.
Bråthen er sakaður um að hafa myrt fjórar konur og einn karlmann í bænum Kongsberg en þau voru frá fimmtugu til sjötugs. Öryggisstofnun Noregs segir útlit fyrir að um hryðjuverk sé að ræða.