Aldrei fleiri tekið þátt og stór verkefni framundan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2021 12:51 Margir vildu fá fleiri ærslabelgi í Reykjavík en slíka belgi má finna víða um land allt. Vísir/Vilhelm Íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík lauk klukkan 12 í dag en metþátttaka var í kosningunum í ár að sögn verkefnisstjóra. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og undirbúa framkvæmd verkefna. Þetta er í níunda sinn sem kosningarnar fara fram en Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir þátttökuna hafa verið vonum framar í ár. „Það er mjög gaman að sjá að það var slegið þátttökumet í ár í öllum hverfum Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. „Gaman að sjá hvað íbúar hafa mikinn áhuga á að bæta hverfin sín og þátttakan rækilega rifið sig í gang.“ Tillögur íbúa í kosningunum í ár voru af ýmsu tagi en Eiríkur segir það hafa verið áberandi hvað það voru mörg stór verkefni. Aðspurður um hvers konar verkefni hafi staðið upp úr segir Eiríkur að það hafi meðal annars verið mjög mikið af ærslabelgjum um alla borgina. Eiríkur Búi Halldórsson er verkefnisstjóri Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Aðrar tillögur sem hægt var að kjósa um í ár voru til að mynda hjólabrettagarður í Vesturbæ, yfir byggður grillskáli í Laugardal, skólahreystibraut í Breiðholti, leikvöllur fyrir fullorðið fólk í Grafarholti, sjósundsaðstaða á Kjalarnesi, og svo margt fleira. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og verða þær síðan birtar síðar í dag. Íbúar geta þá farið að hlakka til en í heildina er um að ræða 850 milljónir króna sem skiptist á tíu hverfi Reykjavíkurborgar. „Núna fer þetta fram á tveggja ára fresti þannig það er fjármagn tveggja ára lagt saman, þá erum við með pening fyrir bæði fleiri og stærri verkefni og við erum að fara beint af stað í það að undirbúa framkvæmdina,“ segir Eiríkur. „Við erum að stefna á framkvæmdir verkefna sumarið 2022 þannig það er bara stutt í þetta og það verður gaman að sjá þessi verkefni setja svip sinn á öll hverfi Reykjavíkur.“ Reykjavík Tengdar fréttir Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
Þetta er í níunda sinn sem kosningarnar fara fram en Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir þátttökuna hafa verið vonum framar í ár. „Það er mjög gaman að sjá að það var slegið þátttökumet í ár í öllum hverfum Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. „Gaman að sjá hvað íbúar hafa mikinn áhuga á að bæta hverfin sín og þátttakan rækilega rifið sig í gang.“ Tillögur íbúa í kosningunum í ár voru af ýmsu tagi en Eiríkur segir það hafa verið áberandi hvað það voru mörg stór verkefni. Aðspurður um hvers konar verkefni hafi staðið upp úr segir Eiríkur að það hafi meðal annars verið mjög mikið af ærslabelgjum um alla borgina. Eiríkur Búi Halldórsson er verkefnisstjóri Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Aðrar tillögur sem hægt var að kjósa um í ár voru til að mynda hjólabrettagarður í Vesturbæ, yfir byggður grillskáli í Laugardal, skólahreystibraut í Breiðholti, leikvöllur fyrir fullorðið fólk í Grafarholti, sjósundsaðstaða á Kjalarnesi, og svo margt fleira. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og verða þær síðan birtar síðar í dag. Íbúar geta þá farið að hlakka til en í heildina er um að ræða 850 milljónir króna sem skiptist á tíu hverfi Reykjavíkurborgar. „Núna fer þetta fram á tveggja ára fresti þannig það er fjármagn tveggja ára lagt saman, þá erum við með pening fyrir bæði fleiri og stærri verkefni og við erum að fara beint af stað í það að undirbúa framkvæmdina,“ segir Eiríkur. „Við erum að stefna á framkvæmdir verkefna sumarið 2022 þannig það er bara stutt í þetta og það verður gaman að sjá þessi verkefni setja svip sinn á öll hverfi Reykjavíkur.“
Reykjavík Tengdar fréttir Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13. október 2021 10:59