Við húsið er garður með palli sem snýr í suðvestur og á efri hæð eru svalir. Grái liturinn kemur fallega út á móti viðnum og svo hafa eigendur poppað upp íbúðina með fallegum smáatriðum í túrkíslitum. Eldhúsið er þó hvítt og klassískt. Inn af hjónaherberginu er fataherbergi með rennihurð svo hægt er að loka því.
Myndir af þessari vinsælu eign má sjá hér fyrir neðan en frekari upplýsingar má finna á Fasteignavefnum.









