Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 10:59 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir að metþátttaka í íbúakosningunni sé í vændum. Vísir Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur. Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Íbúakosningin Hverfið mitt hefur farið fram síðan árið 2012 og er þetta nú níunda skiptið sem hún fer fram. Breytingar voru gerðar á verkefninu og fer kosningin nú fram annað hvert ár og hefur því fjármagn tveggja ára verið lagt saman. Nú eru 850 milljónir króna í húfi fyrir íbúa sem skiptast á milli tíu hverfa Reykjavíkurborgar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri Hverfið mitt, segir því hægt að kjósa um stærri hugmyndir nú en áður. Þessi sjónkíkir er meðal þeirra tillaga sem samþykkt var í hverfakosningu.Reykjavíkurborg „Þegar það er svona mikið af peningum í boði og stórar tillögur sem greinilega brenna á íbúum þá deila íbúar þessu sjálfir og eru að fá nágranna, vini og ættingja til að taka þátt. Það vekur upp hverfisandann, sem er að spila mikið með okkur. Þegar eru líka svona stærri tillögur, sem munu setja stærri svip á hverfið og í mörgum tilvikum skapa hverfismiðjur þá vill fólk hafa áhrif,“ segir Eiríkur. „Það er alltaf gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir að hafa áhrif á hverfin sín og við vinnum saman að því að gera hverfin okkar öll betri.“ Nú hafa meira en fimmtán þúsund Reykvíkingar tekið þátt í kosningunni og stefnir allt í að fjöldamet verði slegið í kosningaþátttöku. Nú hafa á milli 10 og 20 prósent íbúa hverfa tekið þátt í Hverfakosningu Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg „Mörg hverfi hafa rifið sig rækilega í gang og eru með töluvert betri þátttökutölur en áður,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi Kjalarnes, þar sem rúm 20 prósent íbúa hafa tekið þátt í kosningunni nú þegar. Meðal þeirra tillaga sem hægt er að velja úr þetta árið er hjólabrettagarður í Vesturbæ, leik- og dvalarstæði við Grettisgötu, umbætur á grenndarstöðvum í Hlíðunum, yfirbyggður grillskáli í Laugardal, trjágöng við Háaleitisbraut, skólahreystibraut við Fellaskóla í Breiðholti, gróðursetningarátak í Norðlingaholti, leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal, nuddfoss í Grafarvogslaug og sjósundsaðstaða á Kjalarnesi. Vaðlaugin í Laugardal varð að veruleika eftir að íbúar kusu að hún skyldi gerð.Reykjavíkurborg Eiríkur hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í kosningunni, enda geti tillögur úr Hverfinu mínu sett svip sinn á borgina. „Um alla borg er að finna flott verkefni sem hafa notið vinsælda. Þar má nefna ærslabelginn í Gufunesi, vatnspósta víða um borgina, vegglistaverkið á Spennistöðinni og körfuboltavöllurinn í Bakkahverfinu í Breiðholti. Það hafa mörg flott verkefni orðið að veruleika, allt frá listaverkum yfir í nýja leikvelli, yfir í grænni Reykjavík,“ segir Eiríkur.
Reykjavík Tengdar fréttir Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01 Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01 Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Hverfið mitt 2.0 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. 3. október 2021 09:01
Hálfníu og níu hjá Borginni Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. 19. febrúar 2021 08:01
Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. 13. janúar 2021 07:31
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent