Sá stærri varð um klukkan 23 og mældist 3,3 stig. Varð hann á um átta kílómetra dýpi, 7,5 kílómetra vestur af Reykjanestá.
Seinni skjálftinn, litlu minni, eða 3,2 stig, varð tæpum klukkutíma síðar. Hann var á svipuðu dýpi og átti upptök sín 7,5 kílómetra norðaustur af Eldey.
Þrír skjálftar stærri en 2 stig hafa síðan fylgt í kjölfarið í nótt og fjöldi minni skjálfta.
Heldur rólegra virðist hafa verið við Keili, þar sem hrina skjálfta hefur verið síðustu vikur en um hálfþrjú í nótt varð þó einn sem mældist 2,5 stig.