Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. október 2021 11:57 Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði í síðustu viku vegna skriðuhættunnar og yfirgáfu þá nítján manns heimili sín. Rýmingu hefur nú verið aflétt af fjórum húsum. Veðurstofan Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Íbúum sem var gert að rýma heimili sín í síðustu viku funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær með fulltrúum veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings eftir að ákveðið var að aflétta rýmingu að hluta til. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir íbúafundinn hafa gengið vel þar sem íbúar fengu meðal annars að koma sínum vangaveltum á framfæri. „Það var ágætismæting þar og íbúum annars á Seyðisfirði boðið að mæta. Þetta voru bara góðar umræður og upplýsandi vona ég fyrir báða aðila, hvort heldur þeir sem þurftu að rýma þau áfram eða halda þeim rýmdum, og hinum sem að geta þá aftur farið í sín hús,“ segir Kristján. „Eins auðvitað gott fyrir veðurstofu og almannavarnir að heyra svona viðhorf íbúa. Eins og ég segi ég held að þetta hafi verið upplýsandi fundur og góður fyrir alla,“ segir hann enn fremur. Aðspurður um hvernig íbúar tóku í fréttirnar segir Kristján þá hafa verið rólega og yfirvegaða þar sem íbúar voru viðbúin hvoru tveggja, að þau myndu annað hvort fá að fara heim til sín eða ekki. Hættustig almannavarna er enn í gildi og er vel fylgst með hreyfingum á hryggnum við Búðará. „Það er svona verið að bíða bara eftir því að sjá betur hvernig hann hagar sér og á hvaða leið hann er. Þetta verður svo bara metið daglega og niðurstaðan þá eftir því, en líklegt að það verði í það minnsta rýming í einhverja daga enn, að minnsta kosti,“ segir Kristján að lokum.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira