Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 10:27 Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Ali Hassan Khalil (t.h.) fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku vegna sprengingarinnar í Beirút í fyrra. Getty/Bilal Jawich Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. Khalil er háttsettur meðlimur Shi‘ite Amal hreyfingarinnar og mikill stuðningsmaður vígahópsins Hezbollah. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann Tarek Bitar harðlega í gær og kallaði eftir því að honum verði skipt út. Dómarinn, að mati Nasrallah, sé hlutdrægur og pólitískar skoðanir ráði störfum hans. Samkvæmt frétt Reuters eru bara nokkrar vikur liðnar síðan Wafik Safa, háttsettur maður innan Hezbollah, hótaði Bitar að hópurinn myndi tryggja að honum yrði skipt út. Rannsókninni á sprengingunni, sem varð þann 4. ágúst 2020, hefur lítið miðað áfram. Fyrrverandi ráðherrar og háttsettir stjórnmálamenn hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins og nokkrir kvartað yfir Bitar vegna málsins. Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Bitar hefur ítrekað óskað eftir því að fyrrverandi ríkisstjórn landsins mæti til skýrslutöku en fá svör fengið. Fyrrverandi ráðherrarnir hafa margir hverjir kvartað undan honum og sagt hann óhæfan til að fara fyrir rannsókninni. Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Khalil er háttsettur meðlimur Shi‘ite Amal hreyfingarinnar og mikill stuðningsmaður vígahópsins Hezbollah. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann Tarek Bitar harðlega í gær og kallaði eftir því að honum verði skipt út. Dómarinn, að mati Nasrallah, sé hlutdrægur og pólitískar skoðanir ráði störfum hans. Samkvæmt frétt Reuters eru bara nokkrar vikur liðnar síðan Wafik Safa, háttsettur maður innan Hezbollah, hótaði Bitar að hópurinn myndi tryggja að honum yrði skipt út. Rannsókninni á sprengingunni, sem varð þann 4. ágúst 2020, hefur lítið miðað áfram. Fyrrverandi ráðherrar og háttsettir stjórnmálamenn hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins og nokkrir kvartað yfir Bitar vegna málsins. Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Bitar hefur ítrekað óskað eftir því að fyrrverandi ríkisstjórn landsins mæti til skýrslutöku en fá svör fengið. Fyrrverandi ráðherrarnir hafa margir hverjir kvartað undan honum og sagt hann óhæfan til að fara fyrir rannsókninni.
Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00