Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 11:06 Skyggnið yfir bensíndælunum er 254 fermetrar. Það er úr stáli og timbri, Vísir/Vilhelm Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins. Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin. Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Umsókn Festar hf. um að rífa skyggnið við bensínstöðina við Ægisíðu 102 var hafnað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. október. Vísað var til þess að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaáætlanir á lóðinni og því væri ekki hægt að verða við óskum um niðurrif á núverandi húsnæði, hvort sem er að hluta eða öllu leyti. Morgunblaðið sagði frá synjuninni á föstudag. Bensínstöðin við Ægissíðu er ein nokkurra sem Festi og aðrir rekendur eldsneytisstöðva sömdu við Reykjavíkurborg um að leggja niður á næstu árum. Hætta á rekstri stöðvarinnar fyrir 1. janúar árið 2023 samkvæmt samkomulaginu. Í umsókn Festar um að rífa niður skyggnið kom fram að það væri orðið lélegt en í ljósi samkomulagsins um breytt skipulag á lóðinni teldi fyrirtækið ekki forsvaranlegt að gangast í endurbætur á því sem væru annars taldar brýnar. Kjósa samtal við borgina frekar en kæru Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Festar, segir í samtali við Vísi að ástand skyggnisins sé ekki gott þó svo að engin bráðahætta stafi af því. Í ljósi ákvörðunar byggingarfulltrúa um að synja umsókninni um niðurrif verði ástand skyggnisins metið betur og ráðist í aðgerðir ef þörf þykir á. Festi gæti kært niðurstöðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en Ívar Örn segir fyrirtækið ekki ætla að fara þá leið. „Við munum ekki kæra þessa niðurstöðu heldur bara taka samtalið áfram við Reykjavíkurborg um hvernig málið þróast í takt við samkomulagið sem var gert,“ segir hann. Í umsögn skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn Festar kom fram að hann muni endurskoða afstöðu sína til niðurrifsins þegar skýrar áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu í samræmi við samkomulag borgarinnar og rekstraraðila bensínstöðva um nýtt hlutverk lóð í þeirra eigu. Í stað bensínstöðvarinnar hefur Festi lagt til að reist verði tveggja til fjögurra hæða hús á reitnum, hugsanlega með matvöruverslun á hluta jarðhæðar en íbúðum í öðrum hlutum þess. Festi hefur leyfi til að flytja tvær eldsneytisdælur af Ægisíðu á Fiskislóð þegar bensínstöðin verður rifin.
Reykjavík Skipulag Bensín og olía Stjórnsýsla Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira