Hey, þetta er ekki flókið Sigurður Friðleifsson skrifar 11. október 2021 14:01 Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun