Ákærður fyrir að svíkja meðeigendur um söluverð eignar í Lúxemborg Eiður Þór Árnason skrifar 11. október 2021 13:31 Yfirvöld í Lúxemborg kyrrsettu innistæðu á bankareikning ákærða. Getty/Jorg Greuel Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar á árunum 2014 og 2015 í tengslum við sölu fasteignar í Lúxemborg. Er ákærða gert að sök að hafa í október og desember árið 2014 dregið sér rúmlega 251 þúsund evrur af söluandvirði fasteignar í Lúxemborg. Var um að ræða hluta af óútgreiddum hlutum fimm sameigenda ákærða að fasteigninni. Fram kemur í ákærunni að ákærði hafi haft umrædda upphæð í vörslu á bankareikningi sínum eftir að sameigendurnir veittu honum skriflegt umboð til að fara með ráðstöfun fjármunanna og útdeilingu söluandvirðis. Fékk allt söluandvirðið Í samræmi við undirritað söluuppgjör millifærði lögbókandaskrifstofa söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum kostnaði til lögmannsstofu. Hún millifærði svo samkvæmt fyrirmælum ákærða eftirstöðvarnar, samtals 447.036 evrur, inn á bankareikning ákærða í Lúxemborg. Samkvæmt söluuppgjörinu nam hlutur hans 41.910 evrum af þeirri fjárhæð sem rann inn á bankareikning hans. „Ákærði greiddi ekkert af þessum fjármunum til brotaþola heldur dró sér af samanlögðum hlutum þeirra í eftirstöðvum söluandvirðis fasteignarinnar [251.568 evrur] með heimildarlausri ráðstöfun hennar í eigin þágu, nánar tiltekið með samtals fimm millifærslum sem ákærði lét starfsfólk bankans framkvæma,“ segir í ákæru héraðssaksóknara. Innistæða kyrrsett í Lúxemborg Að sögn héraðssaksóknara kyrrsettu yfirvöld í Lúxemborg innistæðu á bankareikningi ákærða í desember 2014 og var kyrrsetningin staðfest með dómi héraðsdómstóls í Lúxemborg í janúar 2016. Var ákærða þá gert að greiða brotaþolum 429.854 evrur. Á grundvelli dómsins leystu brotaþolar í júlí 2016 til sín allar eftirstöðvar innstæðu á bankareikningi ákærða, 152.998 evrur, sem var að öllu leyti tilkomin vegna söluandvirðis fasteignarinnar. Í kjölfarið hafi brotaþolar hafið innheimtutilraunir á Íslandi til að fá eftirstöðvar kröfu sinnar. Líka ákærður fyrir seinni tilraun til fjárdrátts Hinum ákærða er sömuleiðis gert að sök að hafa gert tilraun til fjárdráttar í janúar 2015 þegar hann reyndi að láta starfsfólk Banque de Luxembourg millifæra 65 þúsund evrur út af reikningi sínum inn á bankareikning skráðan undir öðru nafni. Starfsmaður bankans hafnaði að framkvæma færsluna með vísan til kyrrsetninga yfirvalda í Lúxemborg. Til vara er hinn ákærði ákærður fyrir umboðssvik. Lúxemborg Dómsmál Efnahagsbrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Er ákærða gert að sök að hafa í október og desember árið 2014 dregið sér rúmlega 251 þúsund evrur af söluandvirði fasteignar í Lúxemborg. Var um að ræða hluta af óútgreiddum hlutum fimm sameigenda ákærða að fasteigninni. Fram kemur í ákærunni að ákærði hafi haft umrædda upphæð í vörslu á bankareikningi sínum eftir að sameigendurnir veittu honum skriflegt umboð til að fara með ráðstöfun fjármunanna og útdeilingu söluandvirðis. Fékk allt söluandvirðið Í samræmi við undirritað söluuppgjör millifærði lögbókandaskrifstofa söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum kostnaði til lögmannsstofu. Hún millifærði svo samkvæmt fyrirmælum ákærða eftirstöðvarnar, samtals 447.036 evrur, inn á bankareikning ákærða í Lúxemborg. Samkvæmt söluuppgjörinu nam hlutur hans 41.910 evrum af þeirri fjárhæð sem rann inn á bankareikning hans. „Ákærði greiddi ekkert af þessum fjármunum til brotaþola heldur dró sér af samanlögðum hlutum þeirra í eftirstöðvum söluandvirðis fasteignarinnar [251.568 evrur] með heimildarlausri ráðstöfun hennar í eigin þágu, nánar tiltekið með samtals fimm millifærslum sem ákærði lét starfsfólk bankans framkvæma,“ segir í ákæru héraðssaksóknara. Innistæða kyrrsett í Lúxemborg Að sögn héraðssaksóknara kyrrsettu yfirvöld í Lúxemborg innistæðu á bankareikningi ákærða í desember 2014 og var kyrrsetningin staðfest með dómi héraðsdómstóls í Lúxemborg í janúar 2016. Var ákærða þá gert að greiða brotaþolum 429.854 evrur. Á grundvelli dómsins leystu brotaþolar í júlí 2016 til sín allar eftirstöðvar innstæðu á bankareikningi ákærða, 152.998 evrur, sem var að öllu leyti tilkomin vegna söluandvirðis fasteignarinnar. Í kjölfarið hafi brotaþolar hafið innheimtutilraunir á Íslandi til að fá eftirstöðvar kröfu sinnar. Líka ákærður fyrir seinni tilraun til fjárdrátts Hinum ákærða er sömuleiðis gert að sök að hafa gert tilraun til fjárdráttar í janúar 2015 þegar hann reyndi að láta starfsfólk Banque de Luxembourg millifæra 65 þúsund evrur út af reikningi sínum inn á bankareikning skráðan undir öðru nafni. Starfsmaður bankans hafnaði að framkvæma færsluna með vísan til kyrrsetninga yfirvalda í Lúxemborg. Til vara er hinn ákærði ákærður fyrir umboðssvik.
Lúxemborg Dómsmál Efnahagsbrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira