Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 07:55 Guðmundur var Jónsson en tók upp eftirnafnið Kamban árið 1908. Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Að frumkvæði húsfélagsins Á fréttavefnum Østerbroliv, þar sem fjallað er um tíðindi í samnefndu hverfi í Kaupmannahöfn, kemur fram að húsfélagið við Uppsalagötu 20 hafi tekið þá ákvörðun að fjarlægja skjöldinn í kjölfar heitrar umræðu í sumar. „Við vildum ekki blanda okkur í þessar umræður, og við hefðum gert það með því að leyfa henni að lifa, og tókum skjöldinn því niður áður en aðrir gripu til þess ráðs,“ segir Herbert Nathan, formaður húsfélagsins við Østerbroliv. Minningarskjöldurinn var settur upp á árið 1990 af leikarahjónunum Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni. Helga var systurdóttir Guðmundar. Hjónin eru nú látin. Fáir minnisvarðar um danska andspyrnumenn Umræða um skjöldinn fór í gang í sumar þegar ættingjar fólks í andspyrnuhreyfingunni Holger Danske komust á snoðir um tilvist skjaldarins. Danskur sagnfræðingur og sérfræðingur í Seinni heimstyrjöldinni lagði orð í belg og taldi rétt að fjarlægja skjöldinn. Vísaði hann til þess hve erfitt væri að fá slíka minnisvarða um félaga í andspyrnuhreyfingunni sem börðust gegn yfirráðum Þjóðverja í heimsstyrjöldinni. Fyrir liggur að Guðmundur Kamban þáði styrki til rannsókna frá Þjóðverjum á sínum tíma en ekki liggja fyrir heimildir um að hann hafi gefið Þjóðverjum upplýsingar um danska uppreisnarmenn, sem hann var sakaður um. Í bókinni Medaljens bagside eftir Vilhjálm Örn Vilhjálmsson frá árinu 2005 kom fram að hann hefði tilkynnt danska uppreisnarmanninn Jakob Thalmay til Þjóðverja. Efast nú um frásögnina Sextán árum síðar efast Vilhjálmur sjálfur um þá frásögn enda sé hún aðeins byggð á fullyrðingu afkomanda Jakobs Thalmay. Í dag telur Vilhjálmur að frændi Jakobs hafi misskilið eitt og annað varðandi stríðið og að það hafi ekki verið Guðmundur sem gaf Þjóðverjum upplýsingar um Jakob. „Ég benti formanni húsfélagsins á þetta. Ég held að Guðmundur Kamban hafi ekki haft neitt með handtöku Jakobs Thalmay að gera,“ segir Vilhjálmur við Østerbroliv. Formaður húsfélagsins segir að minningarskildinum verði komið til Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Um Guðmund Kamban af Wikipedia-síðu hans Guðmundur Kamban fæddist í Reykjavík 8. júní 1988. Hann fékkst nokkuð við miðilsstörf og fyrsta bókin sem hann ritaði - Úr dularheimum - skrifaði hann „ósjálfráðri hendi“ 17 ára gamall fyrir Snorra Sturluson, H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson. Hann tók upp ættarnafnið Kamban árið 1908. Árið 1910 hélt hann til Kaupmannahafnar í nám. Fyrsta útgefna leikritið hans, Hadda Padda, var sett upp af Konunglega danska leikhúsinu árið 1914. Árið eftir flutti hann til New York-borgar og hugðist hasla sér völl á ensku. Það gekk ekki eftir og hann sneri aftur til Kaupmannahafnar 1917. Árið 1920 fékk hann stöðu við Konunglega leikhúsið þar sem Vér morðingjar var sett upp. Á 3. áratugnum fékkst hann við leikstjórn hjá ýmsum leikhúsum og leikstýrði meðal annars tveimur kvikmyndum, Höddu Pöddu (1924), sem var tekin upp á Íslandi, og Hús í svefni (1926). Árið 1934 flutti hann til London og síðan Berlín 1935 þar sem hann bjó til 1939. Eftir að hann sneri aftur til Kaupmannahafnar gekk honum illa að fá verkefni og fékk meðal annars fjárstyrk frá þýska hernámsliðinu, skv. Kristjáni Albertssyni mánaðargreiðslur í 6 mánuði til að skrifa vísindaritgerð um íslenskan sölva (ekkert hefur varðveist af þessari vísindaritgerð). Hann fékk því orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum. Það leiddi til þess að andspyrnumenn ákváðu að handtaka hann og yfirheyra. Hann neitaði hins vegar að fylgja þeim og var þá skotinn. Gerðist þetta sama dag og hernámsliðið gafst upp. Vitað er hverjir voru í litlu handtökusveitinni sem sótti hann á hótelið en það hefur ekki verið gert opinbert. Þannig fékk Ásgeir Guðmundsson aðgang að þessum skjölum þegar hann reit bókina Berlínarblús en þó aðeins með þeim skilyrðum að nöfn þeirra yrðu ekki gerð opinber né heldur að hann setti sig í samband við þá eða aðstandendur þeirra gegn 6 mánaða fangelsi. Hlutu þeir enga refsingu fyrir. Bókmenntir Íslendingar erlendis Danmörk Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Um líf Kambans og þó aðallega störf Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu. 12. desember 2013 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Að frumkvæði húsfélagsins Á fréttavefnum Østerbroliv, þar sem fjallað er um tíðindi í samnefndu hverfi í Kaupmannahöfn, kemur fram að húsfélagið við Uppsalagötu 20 hafi tekið þá ákvörðun að fjarlægja skjöldinn í kjölfar heitrar umræðu í sumar. „Við vildum ekki blanda okkur í þessar umræður, og við hefðum gert það með því að leyfa henni að lifa, og tókum skjöldinn því niður áður en aðrir gripu til þess ráðs,“ segir Herbert Nathan, formaður húsfélagsins við Østerbroliv. Minningarskjöldurinn var settur upp á árið 1990 af leikarahjónunum Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni. Helga var systurdóttir Guðmundar. Hjónin eru nú látin. Fáir minnisvarðar um danska andspyrnumenn Umræða um skjöldinn fór í gang í sumar þegar ættingjar fólks í andspyrnuhreyfingunni Holger Danske komust á snoðir um tilvist skjaldarins. Danskur sagnfræðingur og sérfræðingur í Seinni heimstyrjöldinni lagði orð í belg og taldi rétt að fjarlægja skjöldinn. Vísaði hann til þess hve erfitt væri að fá slíka minnisvarða um félaga í andspyrnuhreyfingunni sem börðust gegn yfirráðum Þjóðverja í heimsstyrjöldinni. Fyrir liggur að Guðmundur Kamban þáði styrki til rannsókna frá Þjóðverjum á sínum tíma en ekki liggja fyrir heimildir um að hann hafi gefið Þjóðverjum upplýsingar um danska uppreisnarmenn, sem hann var sakaður um. Í bókinni Medaljens bagside eftir Vilhjálm Örn Vilhjálmsson frá árinu 2005 kom fram að hann hefði tilkynnt danska uppreisnarmanninn Jakob Thalmay til Þjóðverja. Efast nú um frásögnina Sextán árum síðar efast Vilhjálmur sjálfur um þá frásögn enda sé hún aðeins byggð á fullyrðingu afkomanda Jakobs Thalmay. Í dag telur Vilhjálmur að frændi Jakobs hafi misskilið eitt og annað varðandi stríðið og að það hafi ekki verið Guðmundur sem gaf Þjóðverjum upplýsingar um Jakob. „Ég benti formanni húsfélagsins á þetta. Ég held að Guðmundur Kamban hafi ekki haft neitt með handtöku Jakobs Thalmay að gera,“ segir Vilhjálmur við Østerbroliv. Formaður húsfélagsins segir að minningarskildinum verði komið til Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Um Guðmund Kamban af Wikipedia-síðu hans Guðmundur Kamban fæddist í Reykjavík 8. júní 1988. Hann fékkst nokkuð við miðilsstörf og fyrsta bókin sem hann ritaði - Úr dularheimum - skrifaði hann „ósjálfráðri hendi“ 17 ára gamall fyrir Snorra Sturluson, H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson. Hann tók upp ættarnafnið Kamban árið 1908. Árið 1910 hélt hann til Kaupmannahafnar í nám. Fyrsta útgefna leikritið hans, Hadda Padda, var sett upp af Konunglega danska leikhúsinu árið 1914. Árið eftir flutti hann til New York-borgar og hugðist hasla sér völl á ensku. Það gekk ekki eftir og hann sneri aftur til Kaupmannahafnar 1917. Árið 1920 fékk hann stöðu við Konunglega leikhúsið þar sem Vér morðingjar var sett upp. Á 3. áratugnum fékkst hann við leikstjórn hjá ýmsum leikhúsum og leikstýrði meðal annars tveimur kvikmyndum, Höddu Pöddu (1924), sem var tekin upp á Íslandi, og Hús í svefni (1926). Árið 1934 flutti hann til London og síðan Berlín 1935 þar sem hann bjó til 1939. Eftir að hann sneri aftur til Kaupmannahafnar gekk honum illa að fá verkefni og fékk meðal annars fjárstyrk frá þýska hernámsliðinu, skv. Kristjáni Albertssyni mánaðargreiðslur í 6 mánuði til að skrifa vísindaritgerð um íslenskan sölva (ekkert hefur varðveist af þessari vísindaritgerð). Hann fékk því orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum. Það leiddi til þess að andspyrnumenn ákváðu að handtaka hann og yfirheyra. Hann neitaði hins vegar að fylgja þeim og var þá skotinn. Gerðist þetta sama dag og hernámsliðið gafst upp. Vitað er hverjir voru í litlu handtökusveitinni sem sótti hann á hótelið en það hefur ekki verið gert opinbert. Þannig fékk Ásgeir Guðmundsson aðgang að þessum skjölum þegar hann reit bókina Berlínarblús en þó aðeins með þeim skilyrðum að nöfn þeirra yrðu ekki gerð opinber né heldur að hann setti sig í samband við þá eða aðstandendur þeirra gegn 6 mánaða fangelsi. Hlutu þeir enga refsingu fyrir.
Um Guðmund Kamban af Wikipedia-síðu hans Guðmundur Kamban fæddist í Reykjavík 8. júní 1988. Hann fékkst nokkuð við miðilsstörf og fyrsta bókin sem hann ritaði - Úr dularheimum - skrifaði hann „ósjálfráðri hendi“ 17 ára gamall fyrir Snorra Sturluson, H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson. Hann tók upp ættarnafnið Kamban árið 1908. Árið 1910 hélt hann til Kaupmannahafnar í nám. Fyrsta útgefna leikritið hans, Hadda Padda, var sett upp af Konunglega danska leikhúsinu árið 1914. Árið eftir flutti hann til New York-borgar og hugðist hasla sér völl á ensku. Það gekk ekki eftir og hann sneri aftur til Kaupmannahafnar 1917. Árið 1920 fékk hann stöðu við Konunglega leikhúsið þar sem Vér morðingjar var sett upp. Á 3. áratugnum fékkst hann við leikstjórn hjá ýmsum leikhúsum og leikstýrði meðal annars tveimur kvikmyndum, Höddu Pöddu (1924), sem var tekin upp á Íslandi, og Hús í svefni (1926). Árið 1934 flutti hann til London og síðan Berlín 1935 þar sem hann bjó til 1939. Eftir að hann sneri aftur til Kaupmannahafnar gekk honum illa að fá verkefni og fékk meðal annars fjárstyrk frá þýska hernámsliðinu, skv. Kristjáni Albertssyni mánaðargreiðslur í 6 mánuði til að skrifa vísindaritgerð um íslenskan sölva (ekkert hefur varðveist af þessari vísindaritgerð). Hann fékk því orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum. Það leiddi til þess að andspyrnumenn ákváðu að handtaka hann og yfirheyra. Hann neitaði hins vegar að fylgja þeim og var þá skotinn. Gerðist þetta sama dag og hernámsliðið gafst upp. Vitað er hverjir voru í litlu handtökusveitinni sem sótti hann á hótelið en það hefur ekki verið gert opinbert. Þannig fékk Ásgeir Guðmundsson aðgang að þessum skjölum þegar hann reit bókina Berlínarblús en þó aðeins með þeim skilyrðum að nöfn þeirra yrðu ekki gerð opinber né heldur að hann setti sig í samband við þá eða aðstandendur þeirra gegn 6 mánaða fangelsi. Hlutu þeir enga refsingu fyrir.
Bókmenntir Íslendingar erlendis Danmörk Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Um líf Kambans og þó aðallega störf Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu. 12. desember 2013 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Um líf Kambans og þó aðallega störf Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu. 12. desember 2013 11:00