Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 07:55 Guðmundur var Jónsson en tók upp eftirnafnið Kamban árið 1908. Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Að frumkvæði húsfélagsins Á fréttavefnum Østerbroliv, þar sem fjallað er um tíðindi í samnefndu hverfi í Kaupmannahöfn, kemur fram að húsfélagið við Uppsalagötu 20 hafi tekið þá ákvörðun að fjarlægja skjöldinn í kjölfar heitrar umræðu í sumar. „Við vildum ekki blanda okkur í þessar umræður, og við hefðum gert það með því að leyfa henni að lifa, og tókum skjöldinn því niður áður en aðrir gripu til þess ráðs,“ segir Herbert Nathan, formaður húsfélagsins við Østerbroliv. Minningarskjöldurinn var settur upp á árið 1990 af leikarahjónunum Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni. Helga var systurdóttir Guðmundar. Hjónin eru nú látin. Fáir minnisvarðar um danska andspyrnumenn Umræða um skjöldinn fór í gang í sumar þegar ættingjar fólks í andspyrnuhreyfingunni Holger Danske komust á snoðir um tilvist skjaldarins. Danskur sagnfræðingur og sérfræðingur í Seinni heimstyrjöldinni lagði orð í belg og taldi rétt að fjarlægja skjöldinn. Vísaði hann til þess hve erfitt væri að fá slíka minnisvarða um félaga í andspyrnuhreyfingunni sem börðust gegn yfirráðum Þjóðverja í heimsstyrjöldinni. Fyrir liggur að Guðmundur Kamban þáði styrki til rannsókna frá Þjóðverjum á sínum tíma en ekki liggja fyrir heimildir um að hann hafi gefið Þjóðverjum upplýsingar um danska uppreisnarmenn, sem hann var sakaður um. Í bókinni Medaljens bagside eftir Vilhjálm Örn Vilhjálmsson frá árinu 2005 kom fram að hann hefði tilkynnt danska uppreisnarmanninn Jakob Thalmay til Þjóðverja. Efast nú um frásögnina Sextán árum síðar efast Vilhjálmur sjálfur um þá frásögn enda sé hún aðeins byggð á fullyrðingu afkomanda Jakobs Thalmay. Í dag telur Vilhjálmur að frændi Jakobs hafi misskilið eitt og annað varðandi stríðið og að það hafi ekki verið Guðmundur sem gaf Þjóðverjum upplýsingar um Jakob. „Ég benti formanni húsfélagsins á þetta. Ég held að Guðmundur Kamban hafi ekki haft neitt með handtöku Jakobs Thalmay að gera,“ segir Vilhjálmur við Østerbroliv. Formaður húsfélagsins segir að minningarskildinum verði komið til Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Um Guðmund Kamban af Wikipedia-síðu hans Guðmundur Kamban fæddist í Reykjavík 8. júní 1988. Hann fékkst nokkuð við miðilsstörf og fyrsta bókin sem hann ritaði - Úr dularheimum - skrifaði hann „ósjálfráðri hendi“ 17 ára gamall fyrir Snorra Sturluson, H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson. Hann tók upp ættarnafnið Kamban árið 1908. Árið 1910 hélt hann til Kaupmannahafnar í nám. Fyrsta útgefna leikritið hans, Hadda Padda, var sett upp af Konunglega danska leikhúsinu árið 1914. Árið eftir flutti hann til New York-borgar og hugðist hasla sér völl á ensku. Það gekk ekki eftir og hann sneri aftur til Kaupmannahafnar 1917. Árið 1920 fékk hann stöðu við Konunglega leikhúsið þar sem Vér morðingjar var sett upp. Á 3. áratugnum fékkst hann við leikstjórn hjá ýmsum leikhúsum og leikstýrði meðal annars tveimur kvikmyndum, Höddu Pöddu (1924), sem var tekin upp á Íslandi, og Hús í svefni (1926). Árið 1934 flutti hann til London og síðan Berlín 1935 þar sem hann bjó til 1939. Eftir að hann sneri aftur til Kaupmannahafnar gekk honum illa að fá verkefni og fékk meðal annars fjárstyrk frá þýska hernámsliðinu, skv. Kristjáni Albertssyni mánaðargreiðslur í 6 mánuði til að skrifa vísindaritgerð um íslenskan sölva (ekkert hefur varðveist af þessari vísindaritgerð). Hann fékk því orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum. Það leiddi til þess að andspyrnumenn ákváðu að handtaka hann og yfirheyra. Hann neitaði hins vegar að fylgja þeim og var þá skotinn. Gerðist þetta sama dag og hernámsliðið gafst upp. Vitað er hverjir voru í litlu handtökusveitinni sem sótti hann á hótelið en það hefur ekki verið gert opinbert. Þannig fékk Ásgeir Guðmundsson aðgang að þessum skjölum þegar hann reit bókina Berlínarblús en þó aðeins með þeim skilyrðum að nöfn þeirra yrðu ekki gerð opinber né heldur að hann setti sig í samband við þá eða aðstandendur þeirra gegn 6 mánaða fangelsi. Hlutu þeir enga refsingu fyrir. Bókmenntir Íslendingar erlendis Danmörk Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Um líf Kambans og þó aðallega störf Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu. 12. desember 2013 11:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Að frumkvæði húsfélagsins Á fréttavefnum Østerbroliv, þar sem fjallað er um tíðindi í samnefndu hverfi í Kaupmannahöfn, kemur fram að húsfélagið við Uppsalagötu 20 hafi tekið þá ákvörðun að fjarlægja skjöldinn í kjölfar heitrar umræðu í sumar. „Við vildum ekki blanda okkur í þessar umræður, og við hefðum gert það með því að leyfa henni að lifa, og tókum skjöldinn því niður áður en aðrir gripu til þess ráðs,“ segir Herbert Nathan, formaður húsfélagsins við Østerbroliv. Minningarskjöldurinn var settur upp á árið 1990 af leikarahjónunum Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni. Helga var systurdóttir Guðmundar. Hjónin eru nú látin. Fáir minnisvarðar um danska andspyrnumenn Umræða um skjöldinn fór í gang í sumar þegar ættingjar fólks í andspyrnuhreyfingunni Holger Danske komust á snoðir um tilvist skjaldarins. Danskur sagnfræðingur og sérfræðingur í Seinni heimstyrjöldinni lagði orð í belg og taldi rétt að fjarlægja skjöldinn. Vísaði hann til þess hve erfitt væri að fá slíka minnisvarða um félaga í andspyrnuhreyfingunni sem börðust gegn yfirráðum Þjóðverja í heimsstyrjöldinni. Fyrir liggur að Guðmundur Kamban þáði styrki til rannsókna frá Þjóðverjum á sínum tíma en ekki liggja fyrir heimildir um að hann hafi gefið Þjóðverjum upplýsingar um danska uppreisnarmenn, sem hann var sakaður um. Í bókinni Medaljens bagside eftir Vilhjálm Örn Vilhjálmsson frá árinu 2005 kom fram að hann hefði tilkynnt danska uppreisnarmanninn Jakob Thalmay til Þjóðverja. Efast nú um frásögnina Sextán árum síðar efast Vilhjálmur sjálfur um þá frásögn enda sé hún aðeins byggð á fullyrðingu afkomanda Jakobs Thalmay. Í dag telur Vilhjálmur að frændi Jakobs hafi misskilið eitt og annað varðandi stríðið og að það hafi ekki verið Guðmundur sem gaf Þjóðverjum upplýsingar um Jakob. „Ég benti formanni húsfélagsins á þetta. Ég held að Guðmundur Kamban hafi ekki haft neitt með handtöku Jakobs Thalmay að gera,“ segir Vilhjálmur við Østerbroliv. Formaður húsfélagsins segir að minningarskildinum verði komið til Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Um Guðmund Kamban af Wikipedia-síðu hans Guðmundur Kamban fæddist í Reykjavík 8. júní 1988. Hann fékkst nokkuð við miðilsstörf og fyrsta bókin sem hann ritaði - Úr dularheimum - skrifaði hann „ósjálfráðri hendi“ 17 ára gamall fyrir Snorra Sturluson, H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson. Hann tók upp ættarnafnið Kamban árið 1908. Árið 1910 hélt hann til Kaupmannahafnar í nám. Fyrsta útgefna leikritið hans, Hadda Padda, var sett upp af Konunglega danska leikhúsinu árið 1914. Árið eftir flutti hann til New York-borgar og hugðist hasla sér völl á ensku. Það gekk ekki eftir og hann sneri aftur til Kaupmannahafnar 1917. Árið 1920 fékk hann stöðu við Konunglega leikhúsið þar sem Vér morðingjar var sett upp. Á 3. áratugnum fékkst hann við leikstjórn hjá ýmsum leikhúsum og leikstýrði meðal annars tveimur kvikmyndum, Höddu Pöddu (1924), sem var tekin upp á Íslandi, og Hús í svefni (1926). Árið 1934 flutti hann til London og síðan Berlín 1935 þar sem hann bjó til 1939. Eftir að hann sneri aftur til Kaupmannahafnar gekk honum illa að fá verkefni og fékk meðal annars fjárstyrk frá þýska hernámsliðinu, skv. Kristjáni Albertssyni mánaðargreiðslur í 6 mánuði til að skrifa vísindaritgerð um íslenskan sölva (ekkert hefur varðveist af þessari vísindaritgerð). Hann fékk því orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum. Það leiddi til þess að andspyrnumenn ákváðu að handtaka hann og yfirheyra. Hann neitaði hins vegar að fylgja þeim og var þá skotinn. Gerðist þetta sama dag og hernámsliðið gafst upp. Vitað er hverjir voru í litlu handtökusveitinni sem sótti hann á hótelið en það hefur ekki verið gert opinbert. Þannig fékk Ásgeir Guðmundsson aðgang að þessum skjölum þegar hann reit bókina Berlínarblús en þó aðeins með þeim skilyrðum að nöfn þeirra yrðu ekki gerð opinber né heldur að hann setti sig í samband við þá eða aðstandendur þeirra gegn 6 mánaða fangelsi. Hlutu þeir enga refsingu fyrir.
Um Guðmund Kamban af Wikipedia-síðu hans Guðmundur Kamban fæddist í Reykjavík 8. júní 1988. Hann fékkst nokkuð við miðilsstörf og fyrsta bókin sem hann ritaði - Úr dularheimum - skrifaði hann „ósjálfráðri hendi“ 17 ára gamall fyrir Snorra Sturluson, H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson. Hann tók upp ættarnafnið Kamban árið 1908. Árið 1910 hélt hann til Kaupmannahafnar í nám. Fyrsta útgefna leikritið hans, Hadda Padda, var sett upp af Konunglega danska leikhúsinu árið 1914. Árið eftir flutti hann til New York-borgar og hugðist hasla sér völl á ensku. Það gekk ekki eftir og hann sneri aftur til Kaupmannahafnar 1917. Árið 1920 fékk hann stöðu við Konunglega leikhúsið þar sem Vér morðingjar var sett upp. Á 3. áratugnum fékkst hann við leikstjórn hjá ýmsum leikhúsum og leikstýrði meðal annars tveimur kvikmyndum, Höddu Pöddu (1924), sem var tekin upp á Íslandi, og Hús í svefni (1926). Árið 1934 flutti hann til London og síðan Berlín 1935 þar sem hann bjó til 1939. Eftir að hann sneri aftur til Kaupmannahafnar gekk honum illa að fá verkefni og fékk meðal annars fjárstyrk frá þýska hernámsliðinu, skv. Kristjáni Albertssyni mánaðargreiðslur í 6 mánuði til að skrifa vísindaritgerð um íslenskan sölva (ekkert hefur varðveist af þessari vísindaritgerð). Hann fékk því orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum. Það leiddi til þess að andspyrnumenn ákváðu að handtaka hann og yfirheyra. Hann neitaði hins vegar að fylgja þeim og var þá skotinn. Gerðist þetta sama dag og hernámsliðið gafst upp. Vitað er hverjir voru í litlu handtökusveitinni sem sótti hann á hótelið en það hefur ekki verið gert opinbert. Þannig fékk Ásgeir Guðmundsson aðgang að þessum skjölum þegar hann reit bókina Berlínarblús en þó aðeins með þeim skilyrðum að nöfn þeirra yrðu ekki gerð opinber né heldur að hann setti sig í samband við þá eða aðstandendur þeirra gegn 6 mánaða fangelsi. Hlutu þeir enga refsingu fyrir.
Bókmenntir Íslendingar erlendis Danmörk Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Um líf Kambans og þó aðallega störf Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu. 12. desember 2013 11:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Um líf Kambans og þó aðallega störf Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu. 12. desember 2013 11:00