„Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 10:01 Diana Taurasi fagnar sigrinum á Las Vegas liðinu en svo var hún rokin heim til að taka á móti barninu sínu í heiminn. AP/Chase Stevens Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi átti magnaða klukkutíma þegar hún kom liði sínu í lokaúrslit WNBA deildarinnar með frábærum fjórða leikhluta og fylgdi því síðan eftir með því að fara heim og sjá sitt annað barn koma í heiminn. Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira