Óhætt er að segja að þau feðgin hafi farið um víðan völl í gærkvöldi. Páll sagði meðal annars frá því fyrirkomulagi sem tíðkaðist á stöðinni þegar viðfangsefni frétta sögðust ekki vilja tjá sig um ákveðin fréttamál, en segja má að það hafi hreinlega ekki verið í boði.
Þá voru sýnd stutt myndbrot frá því Páll var fréttaþulur, þar sem hann sést meðal annars í hláturskasti á meðan hann les inngang að heldur alvarlegri frétt. Þá lýsir Edda Sif því hvernig það var að „alast upp á Stöð 2,“ auk þess sem hún segir sögu af því þegar pabbi hennar kom seint heim á gamlársdag, eftir að hafa stýrt Kryddsíld Stöðvar 2, einu bílprófi fátækari en þegar hann lagði af stað að heiman.
Hér að neðan má sjá innslagið með þeim feðginum.