„Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Snorri Másson skrifar 10. október 2021 17:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir fámennasta þingflokk á Alþingi um þessar mundir, en heitir því að beita sér áfram gegn ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. Sigmundur var í viðtali, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, spurður hvað hann teldi að hafi leitt til þess að Birgir Þórarinsson hafi ákveðið eins snarlega að yfirgefa þingflokkinn og hann gerði. Þar léku sjálfstæðismenn lykilhlutverk, segir Sigmundur. „Mér heyrðist að það hafi verið einhverjir snillingar í Sjálfstæðisflokknum sem töldu sig geta komið í veg fyrir að Miðflokkurinn næði að stofna þingflokk ef þeir næðu einum manni nógu snemma, en höfðu ekki lesið þingskaparlögin nógu vel,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Klippa: Sjálfstæðismenn hafi bruggað Miðflokknum launráð Í lögunum segir að í þingflokki skuli vera a.m.k. þrír þingmenn. Þar segir þó einnig að tveir þingmenn geti myndað þingflokk ef stofnað er til þingflokksins „þegar að loknum kosningum“ og ef þingmennirnir hafi verið kosnir undir merkjum sama flokks. „Þannig að það er hægt að stofna þingflokk með tveimur mönnum ef það er gert strax eftir kosningar. Þannig að við drifum í því og við erum komnir með þingflokk,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Eitthvað hljóta þeir að hafa boðið honum“ Hvernig heldur Sigmundur að Birgi gangi að laga sig að Sjálfstæðisflokknum? Sigmundur telur að hið gagnstæða þurfi nú að eiga sér stað. „Nú hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að laga sig að Birgi Þórarinssyni. Eitthvað hljóta þeir nú að hafa boðið honum fyrir að koma svona skyndilega til sín. Þannig að ég hlakka til að sjá hvernig gengur hjá Sjálfstæðisflokknum að laga sig að Birgi,“ segir Sigmundur. Ákvörðun Birgis voru að sögn Sigmundar svik við fólkið sem hjálpaði honum inn á þing fyrir Miðflokkinn. Formaðurinn heitir því að Miðflokkurinn muni láta heyra í sér á komandi þingi þótt það segi sig sjálft að það muni ekki veitast flokknum eins auðvelt að tefja eða koma í veg fyrir mál ríkisstjórnarinnar. Þess skal getið að sitjandi ráðherrar hafa ekki gefið kost á viðtali um nýjan liðsmann Sjálfstæðisflokks um helgina, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná í nær alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað veita viðtöl og það hefur Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins á eftir Birgi, ekki heldur gert. Ekki liggur enn fyrir hvort hún fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokk, þótt hans málflutningur hafi allur verið á þá leið. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07 Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Sigmundur var í viðtali, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, spurður hvað hann teldi að hafi leitt til þess að Birgir Þórarinsson hafi ákveðið eins snarlega að yfirgefa þingflokkinn og hann gerði. Þar léku sjálfstæðismenn lykilhlutverk, segir Sigmundur. „Mér heyrðist að það hafi verið einhverjir snillingar í Sjálfstæðisflokknum sem töldu sig geta komið í veg fyrir að Miðflokkurinn næði að stofna þingflokk ef þeir næðu einum manni nógu snemma, en höfðu ekki lesið þingskaparlögin nógu vel,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Klippa: Sjálfstæðismenn hafi bruggað Miðflokknum launráð Í lögunum segir að í þingflokki skuli vera a.m.k. þrír þingmenn. Þar segir þó einnig að tveir þingmenn geti myndað þingflokk ef stofnað er til þingflokksins „þegar að loknum kosningum“ og ef þingmennirnir hafi verið kosnir undir merkjum sama flokks. „Þannig að það er hægt að stofna þingflokk með tveimur mönnum ef það er gert strax eftir kosningar. Þannig að við drifum í því og við erum komnir með þingflokk,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Eitthvað hljóta þeir að hafa boðið honum“ Hvernig heldur Sigmundur að Birgi gangi að laga sig að Sjálfstæðisflokknum? Sigmundur telur að hið gagnstæða þurfi nú að eiga sér stað. „Nú hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að laga sig að Birgi Þórarinssyni. Eitthvað hljóta þeir nú að hafa boðið honum fyrir að koma svona skyndilega til sín. Þannig að ég hlakka til að sjá hvernig gengur hjá Sjálfstæðisflokknum að laga sig að Birgi,“ segir Sigmundur. Ákvörðun Birgis voru að sögn Sigmundar svik við fólkið sem hjálpaði honum inn á þing fyrir Miðflokkinn. Formaðurinn heitir því að Miðflokkurinn muni láta heyra í sér á komandi þingi þótt það segi sig sjálft að það muni ekki veitast flokknum eins auðvelt að tefja eða koma í veg fyrir mál ríkisstjórnarinnar. Þess skal getið að sitjandi ráðherrar hafa ekki gefið kost á viðtali um nýjan liðsmann Sjálfstæðisflokks um helgina, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná í nær alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað veita viðtöl og það hefur Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins á eftir Birgi, ekki heldur gert. Ekki liggur enn fyrir hvort hún fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokk, þótt hans málflutningur hafi allur verið á þá leið.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07 Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07
Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55
Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38