Aldís Ásta hefur verið ein af burðarásum í miklum uppgangi KA/Þórs í Olís-deild kvenna á undanförnum árum en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.
Hún kemur inn í hópinn fyrir Lovísu Thompson, Val, sem er frá vegna meiðsla sem hún hlaut í leiknum gegn Svíum á dögunum.
Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 16 á morgun.