„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 13:01 Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna. Vísir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. „Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Nú hafa sumir haldið því fram að það skipti engu máli hvað gerðist þarna í Norðvesturkjördæmi af því að flokkarnir haldi sínum hlutföllum en það er kolröng túlkun. Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing því manneskjur geta gert þetta eins og Birgir gerir í dag, sagt sig úr flokki og farið eitthvert annað,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín lagði í gær fram kæru vegna Alþingiskosninganna til dómsmálaráðuneytisins. Hún segir kosningamálið í Norðvesturkjördæmi ekki bara formsatriði, það hafi haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna, þó að flokkarnir hafi haldið sínum hlutföllum. „Það að fimm manneskjur hafi dottið út og aðrar fimm manneskjur komið inn hefur afgerandi áhrif á úrslit kosninganna að mínu mati.“ Hún sé þeirrar skoðunar að kalla þurfi aftur til kosninga á landinu öllu til að leysa úr flækjunni sem hafi myndast. „Það er augljóslega ekki hægt að láta hvorki talningu eitt né talningu tvö í Norðvesturkjördæmi gilda því báðar eru gallaðar. Ef við færum í uppkosningu í því kjördæmi einu þá erum við með ákveðinn lýðræðishalla sem þýðir að kjósendur í því kjördæmi hafa betri upplýsingar um niðurstöðu kosninganna en allir hinir,“ segir Katrín. Hún segir bagalegt að stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar þegar þessi staða er uppi. „Ég held að það sé óheppilegt að það séu stjórnarmyndunarviðræður í gangi og að fólkið sem sitji við það borð tjái sig eins og það sé ákveðið formsatriði að það sé skorið úr um það hvort kosningarnar séu lögmætar.“ „Það verður að huga miklu, miklu betur að þessu máli og alvarleika þess og ég held að annars endum við í þeirri stöðu að eftir tvö, þrjú ár verði komin niðurstaða Mannréttindadómstólsins um að Alþingi Íslendinga sitji í skjóli ólögmætra kosninga,“ sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11