Stýrivaxtahækkanir eru eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum til fjármálakerfisins Vilhjálmur Birgisson skrifar 8. október 2021 11:01 Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Sjá meira
Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun