Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 13:54 Eitt af megin viðfangsefnum stjórnarflokkanna í viðræðum þeirra um áframhaldandi samstarf er að samræma loforð flokkanna fyrir kosningar og koma þeim heim og saman við ríkisfjármálin. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47