Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2021 12:25 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34
Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42
Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00