„Flugvöllurinn á La Palma er óstarfhæfur vegna ösku. Unnið er eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Að tryggja öryggi er forgangsmál,“ segir í yfirlýsingu frá spænskum flugmálayfirvöldum.
Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna flugvöllinn að nýju, en þó þurfi að hreinsa flugbrautirnar áður en til þess kemur.
Aðrir flugvellir á Kanaríeyjum eru þó áfram opnir.
Eldgos hófst á La Palma þann 19. september síðastliðinn og leiddi til þess að sex þúsund hafa neyðst til að flýja heimili sín. Þá hafa nokkur hundruð bygginga farið undir hraun og stór hluti ræktarlands.