Samantha Kerr kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur. Hún lyfti boltanum þá einkar snyrtilega yfir Almuth Schult í marki gestanna.
SAM KERR CHIPS THE KEEPER AND CELEBRATES IN STYLE
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/1sG5SmHMyt
https://t.co/4iq2yc77K4 pic.twitter.com/9m7SKFMkJO
Gestirnir lögðu ekki árar í bát og jöfnuðu aðeins rúmum fimm mínútum síðar. Tabea Wassmuth skoraði þá eftir sendingu Lenu Oberdorf. Það var hins vegar aðallega skelfilegur varnarleikur Chelsea sem bjó til mark gestanna.
Waßmuth capitalises on a Chelsea error
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/1sG5SmZnX3
https://t.co/4iq2ycoJ8E pic.twitter.com/9XIpE5nThn
Hollenska landsliðskonan Jill Roord kom Wolfsburg svo í 2-1 á 34. mínútu og aftur var það Oberdorf sem lagði upp mark gestanna. Markið kom eftir illa útfært uppspil Chelsea frá markverði.
Emma Hayes is FUMING after Chelsea fail to pass out from the back 2-1 to Wolfsburg.
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/1sG5SmHMyt
https://t.co/4iq2yc77K4 pic.twitter.com/aDlMxfmRtx
Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Englandsmeistarar Chelsea undir í hálfleik. Wassmuth kom Wolfsburg í 3-1 snemma í síðari hálfleik eftir skelfilega sendingu Jessicu Carter til baka sem Wassmuth nýtti sér til hins ítrasta.
Third Chelsea mistake. Third Wolfsburg goal
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/1sG5SmHMyt
https://t.co/4iq2yc77K4 pic.twitter.com/gdVWpjN5ek
Útlitið var þarna orðið ansi svart fyrir heimakonur. Bethany England minnkaði hins vegar muninn þremur mínútum síðar og staðan 3-2 þegar 40 mínútur voru til leiksloka. Á endanum var það hin danska Pernille Harder sem kom Chelsea til bjargar en hún jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
PERNILLE HARDER COMPLETES THE COMEBACK AGAINST HER OLD CLUB
— DAZN Football (@DAZNFootball) October 6, 2021
https://t.co/1sG5SmZnX3
https://t.co/4iq2ycoJ8E pic.twitter.com/qSaGad3dMG
Lokatölur 3-3 og liðin þurftu því að sættast á jafnan hlut.