„Held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 19:31 Landeigendur á Álfsnesi eru ósáttir við að borgaryfirvöld ætli að tryggja áframhaldandi starfsemi skotsvæðisins í Álfsnesi. Vísir/Egill Íbúar í Kollafirði segja það sæta furðu hve hart borgaryfirvöld gangi fram við að halda starfsemi skotsvæðisins í Álfsnesi gangandi. Hljóðmengunin þar sé grafalvarleg og engum bjóðandi. Íbúar ætla að koma saman vegna málsins í dag. Skotfélagi Reykjavíkur var í síðustu viku gert að stöðva alla starfsemi sína í Álfsnesi í Kollafirði eftir að landeigendur kærðu leyfisveitinguna, vegna hávaða og blýmengunar frá svæðinu. Borgaryfirvöld lýstu því í framhaldinu yfir að þau myndu reyna að tryggja starfsemina á svæðinu, sem landeigendur segja óásættanlegt, enda sé hávaðinn langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það átti að finna framtíðarlausn og skipulagsfulltrúar og aðrir hafa alltaf talað um að þessi skotsvæði væru ekki til framtíðar, því þetta eru óheppilegustu svæði sem til eru fyrir svona skotvopn, því það er svo opið og bert,” segir Anja Þórdís Karlsdóttir, talsmaður landeigenda á svæðinu. Hún segir að hljóðmúrar muni litlu breyta. „Á þessu svæði hér í kring erum við með kletta hérna sem bergmála og svæðið er svo lágt í landinu, þannig að landfræðilega séð er eiginlega ekki hægt að koma í veg fyrir hávaða hér.” Blýmengunin sé ekki síður áhyggjuefni, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greindi frá því í upphafi árs að ef fram fer sem horfi sé útlit fyrir jarðvegsmengun. Landeigendur telja mengunina hins vegar mun alvarlegri og gagnrýna að ekki hafi verið farið í frekari rannsóknir á stærra svæði. „Þetta eru örugglega tugir tonna sem eru af blýi bæði í landi og úti í sjó,” segir Kristbjörn Haraldsson, annar talsmanna landeigenda. Hann segir að hátt í fimmtíu manns af svæðinu ætli að ræða málið í kvöld. Anja og Kristbjörn furða sig á ákafa borgaryfirvalda í að halda skotsvæðinu á þessum stað, þegar vel sé hægt að finna annan stað fyrir það – fjarri byggð. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn raunverulega er á þessu svæði. Þetta er óásættanlegt, algjörlega,” segir Anja og Kristbjörn tekur undir. „Sérstaklega bergmálið sem kemur á eftir, það svona skellur á manni,” segir hann. Skotvopn Skipulag Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Skotfélagi Reykjavíkur var í síðustu viku gert að stöðva alla starfsemi sína í Álfsnesi í Kollafirði eftir að landeigendur kærðu leyfisveitinguna, vegna hávaða og blýmengunar frá svæðinu. Borgaryfirvöld lýstu því í framhaldinu yfir að þau myndu reyna að tryggja starfsemina á svæðinu, sem landeigendur segja óásættanlegt, enda sé hávaðinn langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það átti að finna framtíðarlausn og skipulagsfulltrúar og aðrir hafa alltaf talað um að þessi skotsvæði væru ekki til framtíðar, því þetta eru óheppilegustu svæði sem til eru fyrir svona skotvopn, því það er svo opið og bert,” segir Anja Þórdís Karlsdóttir, talsmaður landeigenda á svæðinu. Hún segir að hljóðmúrar muni litlu breyta. „Á þessu svæði hér í kring erum við með kletta hérna sem bergmála og svæðið er svo lágt í landinu, þannig að landfræðilega séð er eiginlega ekki hægt að koma í veg fyrir hávaða hér.” Blýmengunin sé ekki síður áhyggjuefni, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greindi frá því í upphafi árs að ef fram fer sem horfi sé útlit fyrir jarðvegsmengun. Landeigendur telja mengunina hins vegar mun alvarlegri og gagnrýna að ekki hafi verið farið í frekari rannsóknir á stærra svæði. „Þetta eru örugglega tugir tonna sem eru af blýi bæði í landi og úti í sjó,” segir Kristbjörn Haraldsson, annar talsmanna landeigenda. Hann segir að hátt í fimmtíu manns af svæðinu ætli að ræða málið í kvöld. Anja og Kristbjörn furða sig á ákafa borgaryfirvalda í að halda skotsvæðinu á þessum stað, þegar vel sé hægt að finna annan stað fyrir það – fjarri byggð. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn raunverulega er á þessu svæði. Þetta er óásættanlegt, algjörlega,” segir Anja og Kristbjörn tekur undir. „Sérstaklega bergmálið sem kemur á eftir, það svona skellur á manni,” segir hann.
Skotvopn Skipulag Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira