Ísland var sett á rauða listann, það er efsta áhættuflokk, hjá stofnuninni í ágúst síðastliðnum. Því fylgdi ráðlegging stofnunarinnar um að forðast öll ferðalög til Íslands.
Ísland hefur nú verið lækkað um þrep hjá sóttvarnarstofnunni og er komið í þriðja stig af fjórum, sem er appelsínugult á litinn.
Stofnunin ræður því bandarískum ferðalöngum ekki lengur frá því að ferðast til Íslands en mælir með því að þeir sem hyggist gera það séu fullbólusettir. Þá eru ferðalangar varaðir við því að staðan á Covid-19 faraldrinum hér á landi sé slík að þeir sem hingað komi séu í hættu á að smitast af Covid-19.