Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:30 Vilhjálmur Kári Haraldsson á æfingu með Breiðabliksliðinu á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt. Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt.
Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira