Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2021 15:51 Flestir íbúar Xinjiang eru múslimar en ríkisstjórn Kína hefur verið sökuð um mikið harðræði í garð íbúa á undanförnum árum. EPA/DIEGO AZUBEL Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. Í kjölfar þess hafi þau verið færð í fangabúðir. Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Meira en milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot. Ríkisstjórn Kína þvertekur fyrir að brotið hafi verið á úígúrum og hefur því verið haldið fram að fangabúðirnar séu endurmenntunarbúðir. Ráðamenn saka fólk sem hefur stigið fram og greint frá ofbeldi vera lygara. Blaðamenn CNN ræddu við lögregluþjóninn, sem þeir kalla Jiang, í Evrópu þar sem hann er í útlegð. Hann gat sýnt þeim lögreglubúning sinn, opinber skjöl myndbönd og annað sem staðreyndi að hann hafi verið í lögreglunni. Frásögnin rýmar við aðrar Tekið er fram í grein miðilsins að erfitt sé að sannreyna sögur hans en aðgangur að Xinjiang-héraði er verulega takmarkaður og flæði upplýsinga þaðan sömuleiðis. Frásögn hans er þó í samræmi við frásagnir annarra frá Xinjiang. Meðal annars tveggja úígúra sem CNN ræddi við og rúmlega fimmtíu manns sem sátu í fangabúðum í héraðinu og ræddu við mannréttindasamtökin Amnesty International. Samtökin gáfu í sumar út skýrslu um aðgerðir yfirvalda í Kína í Xinjiang-héraði. Jiang sagði að fyrst þegar hann hefði verið sendur til Xinjiang, árið 2014, hafi hann farið að ósk yfirmanns síns í lögreglunnar í öðru héraði í Kína. Sá hafi sagt honum að aðskilnaðaröfl vildu slíta Kína í sundur og það þyrfti að ganga frá þeim. Hann segir tugir þúsunda lögregluþjóna úr öðrum héruðum Kína hafa verið flutta til Xinjiang í gegnum árin. Þeim hafi verið sagt að líta á störf þeirra sem átök og að úígúrar væru óvinir ríkisins. Á einu ári hafi 900 þúsund úígúrar verið handteknir. Sjá einnig: Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Markmið lögregluþjónanna var að fá fólkið sem handtekið var til að játa á sig glæp. Jiang segir það ítrekað hafa verið gert með pyntingum. Fólk hafi verið barið til óbóta og því nauðgað, þar til þau játuðu glæp. „Sumir líta á þetta sem starf, aðrir eru bara siðblindir,“ sagði Jiang. Föngum skipað að nauðga úígúrum CNN ræddi einnig við Abduweli Ayup, sem er 48 ára gamall fræðimaður frá Xinjiang en býr nú í Noregi. Hann segist hafa verið handtekinn í ágúst 2013. Hann hafði þá opnað leikskóla þar sem hann kenndi börnum tungumál úígúra. Hann sagði að fyrstu nótt hans í fangelsi hafi fangaverðir látið stóran hóp kínverskra fanga nauðga honum. Fangaverðirnir hafi skipað honum að klæða sig úr nærfötum sínum og fylgst með nauðguninni. Degi seinna hafi fangaverðir hlegið að honum og spurt hann hvort hann hafi ekki skemmt sér vel. Jiang sagði CNN að það hefði verið algeng leið til að pynta úígúra að skipa öðrum föngum að nauðga þeim í fangelsum Ayup var sleppt úr fangelsi í nóvember 2014, eftir að hann gekkst við ólöglegri fjáröflun. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9. júlí 2021 08:36 Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í kjölfar þess hafi þau verið færð í fangabúðir. Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Meira en milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot. Ríkisstjórn Kína þvertekur fyrir að brotið hafi verið á úígúrum og hefur því verið haldið fram að fangabúðirnar séu endurmenntunarbúðir. Ráðamenn saka fólk sem hefur stigið fram og greint frá ofbeldi vera lygara. Blaðamenn CNN ræddu við lögregluþjóninn, sem þeir kalla Jiang, í Evrópu þar sem hann er í útlegð. Hann gat sýnt þeim lögreglubúning sinn, opinber skjöl myndbönd og annað sem staðreyndi að hann hafi verið í lögreglunni. Frásögnin rýmar við aðrar Tekið er fram í grein miðilsins að erfitt sé að sannreyna sögur hans en aðgangur að Xinjiang-héraði er verulega takmarkaður og flæði upplýsinga þaðan sömuleiðis. Frásögn hans er þó í samræmi við frásagnir annarra frá Xinjiang. Meðal annars tveggja úígúra sem CNN ræddi við og rúmlega fimmtíu manns sem sátu í fangabúðum í héraðinu og ræddu við mannréttindasamtökin Amnesty International. Samtökin gáfu í sumar út skýrslu um aðgerðir yfirvalda í Kína í Xinjiang-héraði. Jiang sagði að fyrst þegar hann hefði verið sendur til Xinjiang, árið 2014, hafi hann farið að ósk yfirmanns síns í lögreglunnar í öðru héraði í Kína. Sá hafi sagt honum að aðskilnaðaröfl vildu slíta Kína í sundur og það þyrfti að ganga frá þeim. Hann segir tugir þúsunda lögregluþjóna úr öðrum héruðum Kína hafa verið flutta til Xinjiang í gegnum árin. Þeim hafi verið sagt að líta á störf þeirra sem átök og að úígúrar væru óvinir ríkisins. Á einu ári hafi 900 þúsund úígúrar verið handteknir. Sjá einnig: Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Markmið lögregluþjónanna var að fá fólkið sem handtekið var til að játa á sig glæp. Jiang segir það ítrekað hafa verið gert með pyntingum. Fólk hafi verið barið til óbóta og því nauðgað, þar til þau játuðu glæp. „Sumir líta á þetta sem starf, aðrir eru bara siðblindir,“ sagði Jiang. Föngum skipað að nauðga úígúrum CNN ræddi einnig við Abduweli Ayup, sem er 48 ára gamall fræðimaður frá Xinjiang en býr nú í Noregi. Hann segist hafa verið handtekinn í ágúst 2013. Hann hafði þá opnað leikskóla þar sem hann kenndi börnum tungumál úígúra. Hann sagði að fyrstu nótt hans í fangelsi hafi fangaverðir látið stóran hóp kínverskra fanga nauðga honum. Fangaverðirnir hafi skipað honum að klæða sig úr nærfötum sínum og fylgst með nauðguninni. Degi seinna hafi fangaverðir hlegið að honum og spurt hann hvort hann hafi ekki skemmt sér vel. Jiang sagði CNN að það hefði verið algeng leið til að pynta úígúra að skipa öðrum föngum að nauðga þeim í fangelsum Ayup var sleppt úr fangelsi í nóvember 2014, eftir að hann gekkst við ólöglegri fjáröflun.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9. júlí 2021 08:36 Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9. júlí 2021 08:36
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46