Óvissan það allra erfiðasta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2021 13:25 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir þurfti að yfirgefa heimili sitt á Seyðisfirði vegna skriðuhættu í annað sinn í gær. Myndin til hægri sýnir bæinn eftir að stóra skriðan féll í desember í fyrra. Samsett Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther. Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther.
Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29