Óvissan það allra erfiðasta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2021 13:25 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir þurfti að yfirgefa heimili sitt á Seyðisfirði vegna skriðuhættu í annað sinn í gær. Myndin til hægri sýnir bæinn eftir að stóra skriðan féll í desember í fyrra. Samsett Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther. Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther.
Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29