Segir UEFA veita Íslandi og öðrum á EM allt of lítið verðlaunafé Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2021 16:01 Ada Hegerberg er á leið aftur inn á fótboltavöllinn eftir langa bið. Getty/Jean Catuffe Ada Hegerberg, fyrsta konan til að hljóta Gullknöttinn, árið 2018, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna UEFA fyrir upphæð verðlaunafjár á Evrópumóti kvenna í fótbolta næsta sumar. Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti